Á hverjum einasta degi er maður að segja og kenna krökkunum að reyna að vera ekki fordómafull og útskýra fyrir þeim hvað fellst í hugtakinu eða orðinu. En svo er maður sjálfur fordómafullur. En eru einhverjir fordómar réttir? Ef svo, hver ákveður það? Ég t.d. er með sjóðandi fordóma gagnvart Árna Johnsen, þó svo að hann hafi verið leystur undan sökum, eða hvað sem það er kallað. Mér er alveg sama, finnst ekkert gott að glæpamenn séu að stjórna landinu. Svo er ég með alveg bullandi sjóðandi gagnvart öðru. Frændsystkin mín (yngri en ég) fóru að vera par og búa saman, eru ss. systkinabörn-reyndar hætt saman nýlega. Mér finnst þetta bara alveg ofsalega skrýtið, hvernig sem ég reyni að vera voða líbó og reyni að réttlæti það. Það er ekki eins og þau þekkist ekki neitt og að þetta hafi verið óvart-svona sjitt happens. Neibbs, nánar fjölskyldur og hey fokkings árið 2006 með sms, netið og nagladekk! Hérna áður fyrr gerðist þetta kannski óhjákvæmlega þegar fólk var ekkert svo mikið að tjatta online eða ferðast á milli staða að óþörfu. Þetta gerðist þegar fjölskyldur höfðu splundrast fyrir löngu og þegar íbúar þessarar eyju voru ekki eins margir. Eða út af einhverju öðru sem ég veit ekekrt um, því ég var ekki þar. Ok, kannski gerist þetta enn. Bara viðurkenni það, finnst þetta ekki rétt. Ástin og allt það, já nei.
2 Comments:
jeminn eini. systkinabörn finnst mér einum of...
og ég er líka alveg steinhissa á þessu árna baby lotion máli...
sjáum hvað setur í vor!!!
bið að heilsa mallakút.
annsa.
Já þetta er svolítið skrítið þegar svona vel skylt fólk byrjar að vera saman :/ ég þekki einmitt par sem eru syskinabörn... það er miklu meira um þetta en við höldum!!!! klappaðu nú á mallann þinn fyrir mig :0)
Skrifa ummæli
<< Home