þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skal ekki kvarta, er líka í alltof væmnu skapi til að kvarta. Hljóta barasta að vera hormónarnir en þrátt fyrir að dreyma prófin sem á eftir að semja fyrir unglingana og að vera á kafi í verkefnum, þá líður mér yndislega. Í hvert einasta skipti sem ég finn fyrir litla snúð, þá bregður mér svona líka og þó ég sé ekki með brosið límt upp á hár í hvert sinn, þá er stórt bros inni í mér sem stækkar og stækkar. Mér finnst þetta bara magnað! Tom Cruise er klikkaður en núna skil ég af hverju hann keypti sér sónartæki :) En öllu má nú ofgera... Hlakka bara mest til að hitta þetta litla kraftaverk.

Erum ekkert byrjuð að versla neitt en ég skoða samt mikið á netinu. Alveg búin að fylla nokkrar körfur í nokkrum netverslunum. Dísa frænka sagði mér að það skemmtilegasta sem hún gerir er að kaupa barnaföt. Hún getur talað, því á síðustu fjórum árum hefur litla fjölskyldan hennar í USA fjölgað sér um 4 börn. Brjálað að gera hjá þeirri ömmu. Hún kom líka færandi hendi um helgina og það er ó svo gaman að skoða, aftur og aftur.

Anyways, skal hætta þessu-í bili ;) Bækurnar toga mmmm mannauðsstjórnun, love it.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá rosa flott "ventetøj" i H&M i gær, og svo er líka slatti til í Vila. Þú lætur mig bara vita ef þú vilt að ég kippi einhverju þannig með fyrir þig þegar ég kem heim um jólin :)

10:31 e.h.  
Blogger Huxley said...

Hmm það er spurning :) Læt þig vita

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lítil barnaföt eru æði :0) ég kaupi handa þér eitthvað vel valið þegar litla krílið kémur í heiminn :0)

8:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home