föstudagur, nóvember 24, 2006

Ég ætla að byrja á því að kvarta. Æ já það má alveg stundum. Þetta er í rauninni ekkert mikið. Allir verða veikir, hann, hún, ég og þau. Orðið veikindi þýðir samt svo margt. Það getur þýtt að vera bakfastur. Það getur þýtt að vera með gubbarann. Það getur þýtt að maður sé aðeins blár og það getur þýtt flensa og viðeigandi drulla. Þessi meðganga mín er hingað til búin að vera auðveld, mjög svo og ég kvarta engan veginn né fussa yfir henni. Finnst það allt í lagi að vakna um 4 á hverjum morgni því ég veit að ég get lagt mig seinna. Bakið var svona problem, er það enn en ég bara díla við það með viðeigandi æfingum. En, þegar hausinn á mér varð allt í einu eins og þykk útblásin blaðra, þá varð ég pirruð. Hef bara ekki verið svona kvefuð né með svona hita síðan ég var krakki. Held ég, maður er svo fljótur að gleyma. Reyndar hef ég verið meira veik á efri-unglingsárum (tíminn núna audda) en þegar ég var barn. En það er allt önnur saga.

B kom með pizzu og dvd heim í gær, nýja tegund af pizzu en ég fann ekkert bragð af henni. Elska bragðið af mat og því var þetta helvíti!
Þegar ég vaknaði áðan setti ég ketilinn í gang, reif smá ferskan engifer í glasið, setti einnig í gott róandi te og svo eina C-vítamín freyðitöflu. Öll lyf heimsins gætu samt ekki komið mér á réttan kjöl. Vú ein voða blá. Nei, þetta kemur allt.
****
Minntist á dvd áðan, júbb erum búin að renna í gegnum seríu tvö af Grey´s. Gjörsamlega húkkt! McDreamy ó þú, ó þú! Fór á imdb.com og sá að listinn hjá kauða er langur. Gæti skoðað myndir eins og Shallow Grave eða Can´t buy me love aftur. Æ þetta eru hormónarnir ;)
****
Annars er lífið yndislegt, erfitt en gott. Er algerlega að trassast með skólann en þetta reddast alltaf. Jólagjafirnar eru allar að koma í hús, þannig að það verður ekkert mikið eftir í þeim málum að gera. B kom með request um daginn, spurði hvort við gætum ekki skreytt extra mikið þessi jól. Skreytum nú yfirleitt alveg ágætlega mikið, en meira skal það vera. Er sko alveg til í það. Ó jól, ó jól! Hó hó hó...

2 Comments:

Blogger Eva said...

Mikið er gaman að lesa hvað er að gerast hjá þér :)

Ég hef ekki getað kíkt mikið í vikunni vegna skólans og vinnunnar en vá hvað þú hefur verið dugleg á meðan :)

vildi annars bara kasta á þig kveðju.

Eva.

12:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sæl beib,
viltu kíkja á gmail-ið þitt ;)

Kv. SaraD

10:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home