þriðjudagur, desember 19, 2006

Ohhh ég er svo mikill nörður! Ætlaði að senda bréf á tvær úr bekknum-þar sem ég sagði þeim að ég hefði kvartað yfir verkefnaskilum eins kennara (til námsráðgjafa). Svo sá ég að ég hafði fengið póst, þá hafði ég hakað við all students og ekki nóg með það-kennarinn er á þessum bévítans students list! Ég á sem sagt eftir að fá fyrir verkefnin, spurning um að sumir lækki suma um nokkra heila...ohhh. Ég hef ALDREI kvartað við námsráðgjafa eða neinn. Djö, helv. Minnið mitt-klaufi!!

Annars er voða jólalegt að verða á heimilinu, hef verulegar áhyggjur af þessu nesting problemi mínu en það kemst fátt að en að gera fínt í búinu þesa dagana. Ég er voða heppin með öll svona einkenni so far, fyrir utan handónýtt bak eins og ég hef margoft vælt um en svo eru það svona hlutir eins og hreiðurgerðin og minnið. Ég er að segja það ég gleymi öllu! Svo er ég að stressa mig á því að ég gleymi einhverju hugsanlega. En þetta er bara fyndið. Ætlum að kaupa jólatré á eftir, stormur úti en maður lætur það ekki á sig fá. Kveiki bara á kertum, dreg fyrir og brenni jólalyktarkubbinn í brennaranum en við keyptum einn með jólasmákökulykt og annan með svona meira hefðbundnari jólalykt.

Ætla ekki að koma með hugsanir mínar í sambandi við Guðmund í Byrginu-þetta er nú meiri þvælan. Myndskilaboðin svo til sögðu allt samt, en ég hef ekki myndað mér skoðun á fréttaflutningnum sjálfum. Er búin að þræða svona mál í Siðfræðinni í vetur og nenni ekki meir. Maðurinn hefur sennilega bara flutt sína fíkn yfir á þetta svið með tilheyrandi aukakostnaði, þannig að það er einfaldlega sjúklingur á ferð. En vonandi verður þetta bara skoðað vel. Eitt er víst að sænskan eða hvað það var nú, verður eilítið kómísk fyrir mig, bara get ekki að því gert ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home