Ég hlakka svo til að byrja í skólanum en þá líður tíminn kannski hraðar. Reyndar veit ég ekkert af hverju ég er að segja þetta, því mér finnst tíminn líða bara alveg nógu hratt. 10 vikur eftir og fullt sem maður á eftir að ganga frá....
Fæðingarorlofið er brandari út af fyrir sig, þ.e. umsóknin. Búið að flækja þessi mál eilítið, bæta nokkrum pappírum við og senda sjóðinn sjálfann á Hvammstanga. Það er nú reyndar allt í lagi en vonandi bætti þetta atvinnumálin í bænum.
Annars er maður sprellandi hress, stundum á kvöldin er ég reyndar voða þreytt og þar af leiðandi voða ólétt en svo vakna ég sprellandi aftur og allt er í lagi. Erum síðustu kvöld búin að horfa á nokkra þætti af Studio 60. Fínir þættir og ágætis tilbreyting frá öllu yfirnáttúrulega og spooky. Reyndar sagði B að "þeir" hefðu ákveðið að framleiða bara þessa 11 fyrstu þætti. Skil ekki því þeir eru jú fínir. En gruna að það séu Bandaríkjamenn sem séu ekki að skilja húmorinn en þátturinn fjallar í stuttu máli um svona late night show á NBC, þar sem grín er gert af pólítík þar í landi og fréttum líðandi stundar.
Jæja, aftur að vinnunni. Chao.
2 Comments:
hæææ elskan. Ertu ólétt... til hamingju með það.. verð að fara að hitta þig ....
Kooosssar... sækó samt sko
og þú ert? ;)
Skrifa ummæli
<< Home