fimmtudagur, janúar 04, 2007


Nú er lífið að komast í fastar skorður eftir jólafríið og hversdagsleikinn farinn að rúlla sinn hring. Finn þó að ég er oggu ponku lítið þreyttari en venjulega en það er eflaust bara eðlilegt. Ég hlakka mikið til að byrja í Kennó aftur, eitthvað sem morgum finnst kannski skrýtið, en það er nú bara einu sinni staðreynd að þegar það er mikið að gera líður tíminn hraðar og við vitum öll eftir hverju er verið að bíða á þessu heimili! Annars erum við afar róleg yfir þessu, einn dagur í einu jú nó ;) Erum svona farin að skipuleggja uppröðunina á heimilinu ef svo má segja, þ.e. hvar og hvernig herbergin verða. Fluttum aftur í stóra herbergið og guð hvað gellunni fyrir ofan á eftir að bregða þegar hún fer að heyra grátur hehe. Ætli hún eigi eftir að kvarta út af hávaða eins og sambýlismaður hennar gerði um daginn. Það vorum reyndar ekki við en hann vogaði sér samt að kvarta um hávaða frá hundum að degi til, og konan sem á hundana, sem by the way gelta ör-örsjaldan, er búin að búa hérna í tæp 30 og sér algerlega um okkur hin í blokkinni. Ég varð svo hneyklsuð að ég gat ekki einu sinni bloggað um þetta. Djössins andlitstmálaði lúser sem býr fyrir ofan okkur og gæran með honum. Pakk!

Anyways, fluttum aftur í the master bedroom og settum saman herbergishúsgögnin sem foreldrar okkar gáfu okkur. Svaka fínt og nú er bara að byrja að sanka að sér pínku ponsu hlutum fyrir Stúart litla.

Jæja, skoða meira á netinu og svo draumlandið! Heyrumst :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gleðilegt ár.
gangi ykkur vel að raða.
bið að heilsa skemmtilegu nágrönnunum :) not.
hafðu það gott lufsan mín. má maður segja það??? hihi.
stórt knús,
annsa.

11:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home