miðvikudagur, mars 14, 2007

Mikið hefur verið rætt um aðgengi fatlaðra hér í borg. Þetta á ekki bara við fólk sem bundið er við hjólastól heldur allt hitt líka. Má þar nefna matseðla með blindraletri (Braille) og svo blindraletur annars staðar-t.d. við opinberar byggingar (að innan sem og utan). Fór að hugsa hversu langt við erum aftur úr, reyndar veit ég ekkert hvort þetta sé fullkomið annars staðar en já fór að hugsa um þetta þegar ég sturtaði agnardropa af Neutral húðsápunni minni í lófann minn rétt áðan í sturtu. Hef reyndar tekið eftir þessu áður, en það er einmitt blindraletur á brúsanum. Brúsinn, framleiddur í gasilljón eintökum er "aðgengilegur" þessum stóra hópi en samt kostar hann ekki 2000 kall. Neibb bara rétt undir 300. Þetta geta þeir hjá Neutral gert en ekki matsölustaðir borgarinnar. Blindir fara nefnilega líka út að borða ;) Eru ekkert bara alltaf heima hjá sér í sturtu!

1 Comments:

Blogger Eva said...

Heyr heyr!!!

7:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home