þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Það er nú ekki ýkja margt sem drífur á daga mína, well jú jú en ekkert merkilegt sem ég tel mig knúna til að segja frá. Ætli vinnudagar mínir séu ekki taldir og nú á að taka við hvíld. Það fyndna er að þegar maður "á" að hvíla sig, þá bara getur maður það ekki og "verður" að gera ýmislegt eins og að láta falda gardínur, strauja, kaupa barnaföt, athuga með sumarfrí, taka til í skápum, þvo endlaust mikið af þvotti og bla bla bla. En það sem ljósmæður og læknar kalla hvíld, það er sko allt annað. Þá á ég bara að liggja og gera akkúrat ekki neitt! Je right. Æ samt veður maður að passa sig.

En við bíðum spennt eftir gripnum, um daginn var ég viss um að hann kæmi fyrr og stundum held ég það enn. En svo er það suma daga sem ég held að hann eigi eftir að láta bíða ögn eftir sér...en mér er alveg sama :) Bara svo lengi sem hann ætli ekki aðs etja neitt viðveruheimsmet. Nei þá býst ég nú við aðstoð!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þetta barnadót er spennandi sæta mín... ég hef ekki séð þig svo lengi en ég get ímyndað mér að þu sért bara flott svona með kúlu ;0)

9:02 e.h.  
Blogger Huxley said...

Ég er ein kúla! ;)

9:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert pottþétt lang flottust ;0)

9:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home