miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Jamm og jæja. Konan er að springa og þá meina ég springa! Hef heldur betur stækkað síðustu daga að mér finnst, bólgnir puttar, þrútnir ökklar og chubby læri. Gerist ekki betra ha ;) Segi svona en án gríns þá held ég að júníorinn sé að reyna að brjóta sér aðra leið út, þ.e. en þá hefbundnu. Býst alveg við að hann vekji mig bara í fyrramálið með ,,mamma"! En það er ekki mikið eftir, reyndar bara voða stutt-sjáum til hvort mér finnist það eftir tvær vikur eða svo. Breytingin sem mér finnst hafa orðið á mér bara á einni viku er gífurleg og ég er viss um að fólk sem hefur ekki séð mig í smástund, hrekkur í kút.

Ætti að reyna að documenta meira þessar breytingar eða þetta sem gerist, ábyggilega gaman að lesa svona síðar. Engu að síður held ég að það verði skrýtið að finna ekki fyrir kröftugum spörkum drengsins, en samt mun betra að fá að halda á honum loksins og knús. Get ekki beðið! Hef fengið svo snert af barnafataæði, snert af segi ég en Bjarki myndi nú kalla það annað...En auðvitað er þetta eðlilegt, þ.e. að vilja kaupa sætt á sveininn. Það finnst mér allavega! Það eru örfáar búðir sem selja ofsa falleg barnaföt hérna, búðir eins og Sipa, Kisan og Hnokkar og Hnátur. Þær selja danskar vörur meðal annars, og sjálf myndi ég ganga í þeim ef stærðirnar væru fyrir hendi. Í öðrum búðum er allt annað hvort lilla blátt eða lilla bleikt. Ekki mikil, hvernig á ég að lýsa því, fjölbreytni, ekkert sniðugt eða nýtt að gerast þannig lagað. En auðvitað voða sætt líka ;)

Bladibla jarajarajara....ætti að skella mér í rúmið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já hnokkar og hnátur er æðisleg búð mig langar alltaf í helling af ponku börnum þegar ég fer þarna inn .. næsta barn mitt allvega fær að klæðast fötum þaðan : ) svo kjút

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home