Ég er kannski ekki að deyja úr fallegheitum eins og kauðinn en er temmilega hress bara. Allavega oftast. Samt hef ég það sterklega á tilfinningunni, líkt og nokkrir í kringum mig að Stuart litli eigi eftir að láta sjá sig fyrr en áætlað hefur verið. Ein samstarfskona benti mér líka á að í raun hefði ég ekki hugmynd og að svona sónar getur alltaf ruglast...Við sjáum bara til ;)
Héldum smá fjölskyldumatarboð í tilefni afmælis húsbóndans og hann fékk jú gjafir, bæði á sig og á manninn litla-þeir eiga eftir að klæðast afar líkt þessir feðgar, það eitt get ég sagt. Hef ákveðið að segja upp stílastanum enda mesta smekksfólk í kringum mig! Mamma mín er að prjóna sem galin sé og gersemarnar sem koma út úr því eru ótrúlegar! Kannski get ég nýtt prjónakunnáttuna mína í að prjóna eitthvað, þ.e. eftir uppskrift...gúlp. Ég meina, ég kann ´etta-garðaprjón og slétt-og brugðið....og allt það.
Jæja, ætla að skella mér í live spjall með head og microphone-skólinn kallar, er einmitt að reyna að gera sem mest í öllum verkefnum áður en ég get ei meir ;)
Bújakasja!
1 Comments:
þeir verða voða sætir saman í eins fötum.......... ótrúlega krúttlegt :)
Hafðu það gott bumbulínan mín !
Söra
Skrifa ummæli
<< Home