laugardagur, janúar 27, 2007

Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi okkar? Á hverjum degi les maður einhver nýjan eða viðbótar viðbjóð um veika einstaklinga, bæði sem eru að brjóta á öðrum og svo einnig af einhverjum sem eru að sleppa út. Hvað er það? Að sleppa út? Eru dyr eða girðingar ekki til staðar eða er einfaldlega svo lauslega tekið á málunum að menn fá bara að valsa inn og út. Er það þá kallað "að sleppa" þegar þeir skila sér ekki "heim" fyrir einhvern ákveðinn tíma? Eða erum "við" svo upptekin af boltanum að við hreinlega tökum ekki eftir því sem er að gerast í kringum okkur-ekki fyrr en við lesum um það í blöðunum daginn eftir og verðum bara ó, æ æ! Maður spyr sig. Alger krúttklúbbalykt af þessu kerfi hérna sem gerir það að verkum að maður þorir varla út úr húsi af hræðslu við að einhver keyri maður niður á nine wheeler, brjóti á mann höfuðið á leið heim úr bænum eða beri sig og reyni að nauðga manni! Dómarnir eru stuttir sem engir og það mætti halda að við værum milljón á klakanum og bara einn dómari, svo hægt virkar þetta blessaða dómskerfi.

Eitt kemur mér á óvart, skrýtið að hópur foreldra séu ekki búnir að fá dóm fyrir að ganga frá þessum einstaklingum sem eru að brjóta á börnunum. Er ekki að segja þannig ætti að gera, en miðað við það sem maður les af erlendum miðlum þá kemur þetta á óvart.

Það gjörsamlega sýður á mér í hvert skipti sem ég opna blöðin!
****

Farin í pizzu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan......
"krúttklúbbalykt"

hehehee..... frekar fönní :)

knúz sdo

7:19 e.h.  
Blogger Eva said...

Úff, eins gott að verða ekki í vegi fyrir þér í þessum ham :p

9:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já láttu það bara flakka .. losaðu

3:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home