fimmtudagur, janúar 18, 2007


Leiði er eitthvað sem ég upplifi ekki oft. Er ofsalega dugleg að finna mér eitthvað að gera og leiðist meira að segja ekki þegar ég er að hanga, hef meira að segja alltaf átt fínt með að dunda mér ein. Hins vegar er ég næstum hætt að geta horft á sjónvarpið ein og gefst bara upp-eitthvað sem mér finnst ögn skrýtið. Þættir sem ég hef beinlínis slefað yfir eða urrað ef ég missi af, fá bara að þjóta. Get í mesta lagi horft á matreiðsluþætti á BBC food.
****
Umræðan á tja kannski öðru hverju bloggi bæjarins er blessaður Gumminn í Byrginu. Blessaður segi ég, en er hann það? Það er á tæru að Guðmundur verður ekki vinsælt í skírnum landsins á næstu misserum, rétt eins og Valgerður eða Saddam og fleiri skemmtileg nöfn. Ég hef allavega skoðun á þessu máli, eiginlega nokkrar en ætla ekkert að tíunda þær neitt hér. Einhver þarf samt að taka málin í sínar hendur, þ.e. úrræðin þurfa að vera fleiri og peningarnir þurfa að fara á rétta staði. Og í guðanna bænum, þessi ekki benda á mig leikur er brandari!
***
Hvað fleira, jú fæðingarorlofið. Er að verða búin að fylla út pappírana en þetta er ekkert grín! Bara fyrir mig sem móður þarf ég að fylla út 3 mismunandi eyðublöð með tilheyrandi undirskriftum en eyðublaðaútfyllingin er svosum ekkert það versta. Það versta er að hvergi er hægt að fá almennilegar upplýsingar um það hvernig maður skiptir orlofinu niður eða í raun hvernig maður má skipta því. Það er víst hægt á alla vegu og á endanum hef ég komist til botns í málinu. Við sjáum svo til hvort ég fái ekkert orlof en B ætlar að fá það staðfest hjá þeim í næstu viku að allt sé rétt útfyllt. Annars lendir maður í því að heyra ekkert í þeim og svo getur gerst að ekkert orlof komi. Einn vinalegur sem stóð í þessu bara núna síðast í sumar benti mér á að kíkja bara "uppeftir", þ.e. að hann og barnsmóðir hann hefðu bara fyllt allt út með ráðgjafa á staðnum. Já kíkja sagði ég, en í þessari færð er ég ábyggilega 4 klukkutíma að keyra þangað-aðra leið. Fæðingarorlofssjóður er nefnilega fluttur á Hvammstanga.....
***
Nú þessa dagana er minnið smátt og smátt að hverfa en ég fjárfesti í góðri dagbók um daginn til að sporna við þessu vandamáli. Ég er í raun eins og vel útblásinn og ofurþybbinn gullfiskur sem getur labbað á landi og keyrt bíl. Allt sem er of flókið skil ég illa og öðru gleymi ég eftir 5 mínútur. Einhver fróð móðir sagði að þetta ætti bara eftir að versna og því ákvað ég að vera bara jákvæð, æ er ekki bara fínt að vera oblivious.

2 Comments:

Blogger Eva said...

Þú ert svo mikill snillingur Laufey!
Vonandi hefuru það sem allra best um helgina :)

11:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er ekki bara gott að muni ekki allt .. reyndar man ég ekki eftir neinu svona hummm gæti verið að ég muni ekkert enn eftir að muna ekkert því ég man aldrei neitt .....

10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home