þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Hef lengi vel velt einu fyrir mér, eiginlega frá því að ég bjó úti. Þar þykir það svaka sport og jafnvel í fínni kantinum að taka inn lýsitöflur-reyndar rakst ég aldrei á olíuna en gvöð hvað það hefði slegið í gegn. Allavega, þar er þetta kallað cod liver oil. Nafnið segir manni svo til hvaðan þessi blessaða olía kemur, en hérna heima er þetta bara lýsi eða þorskalýsi eða eitthvað og maður hugsar kannski ekkert meira út í þetta.
Ok, ef þetta er þorska-lifurolía, af hverju er hún ekki miklu dýrari en hún er. Ég meina, það hlýtur að fela í sér mikla vinnu að týna út lifur eða lifrar úr tja 395 þorskum (eins flaska kannski), kremja hverja einustu eða olíuna úr og svo kaldhreinsa eða hvað sem þau gera. Svo ég tala nú ekki um tímafrekt djobb. Ætli það sé notuð einhvers konar hvítlaukspressa eða er kannski 50 lifrum safnað saman í stærra apparat og svo kramið og klesst? Best ég tjékki á netinu og komi með uppl. glóðvolgar hingað inn.

Ég tek lýsi á hverjum degi, er að klára krakkalýsið en keypti fullorðins til að eiga næst. Já maður er víst að verða fullorðinn.... Mamma sver að lýsið hafi bætt gigtina, þ.e. hún væri ábyggilega orðin þéttasta lyfjadollan ef hún hefði ekki bara tekið málin í sínar hendur og byrjað að lýsast-tekur nánast engin lyf í dag! Ég er líka á því að olíur sem þessi, smyrji gangverkið all vel og þar af leiðandi gengur manni betur með ummm úthreinsun. Ekki æla, það kúka allir!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ætli þetta verði dagurinn í dag sem ég byrja að taka lýsi .. en töflur virka þær ekki bara eins vel því hin slepjan er viðbjóður

10:34 f.h.  
Blogger Huxley said...

Krakkalýsi er bragðminna og aðal-trikkið er: fá sér skeið um leið og þú vaknar, svo morgunmat og drykk og svo tannbursta. Þá kemur ekkert óbragð síðar. En pillurnar virka líka .)

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

lýsi virkar líka bólgueyðandi.Í dag er lýsi eitt öflugasta of vinsælasta fæðubótarefni hjá íþróttamönnum.
Hafsteinn

9:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home