fimmtudagur, mars 08, 2007

Ég á ekki til orð! Skólastjórinn í vinnunni úti er að fara að hlaupa í The Marathon Des Sables. Það er bara 6 daga marathon hlaup yfir Sahara (Marocco), þar sem keppendur hlaupa með sinn búnað og mat fyrir eitthvað charity í ca. 48 stiga hita. Hann er náttúrulega ótrúlegur kall-er á leiðinni á eftirlaun en er sko fit as a bird-tja þú hleypur ekkert í hvaða ásigkomulagi yfir Sahara!
Mér hefur alltaf fundist hann vera soldið merkilegur maður-margir voru á móti honum því hann vildi og er að sameina litla sérskólann sem ég vann í við stærri almenningsskóla. Þetta er brjálæðislegt verkefni sem byrjaði töluvert áður en ég flutti heim. Yngri deildin er komin á nýja staðinn en eldri brjálæðingarnir mínir eru enn á sínum stað. Margir voru reiðir vegna þessarar áætlunar enda börn sem sannast hefur verið að geti hreinlega ekki verið innan um aðra svo glatt. En það er löng saga, ef fólk les bloggið mitt aftur í aldir þá gæti það varpað smá ljósi á það sem ég meina.

En þessi maður sem sagt, hélt ótal svona charity fundi og alls kyns samkomur, sat undir allskonar aðkasti og fleira. Mér fannst hann alltaf æði, á sumrin fara nokkrir útvaldir nemendur í 5 daga og nætur upp í sveit á svona sveitasetur-hann kom með eitt eða tvö skipti og sögurnar sem hann sagði okkur úff! Hann tilheyrði til dæmis sérstökum hóp innan bresku lögreglunnar sem tæklaði ólöglegar fóstureyðingarstofur-þetta áður en fóstureyðingar urðu löglegar. Það er reyndar ekki svo langt síðan þannig lagað, en þar þurftu þeir stundum að tæma híbýli skottulækna sem höfðu að geyma fjöldann allann af svörtum plastpokum fullum af fóstrum. Þessar sögur sagði hann ekki í neinum hetju æsifréttastíl, heldur af sinni stóísku ró sem einkennir hann.

Veit ekki af hverju ég er að skrifa svona mikið um hann, finnst hann bara svo frábær! Jim Wolger þú er hetja!

4 Comments:

Blogger Eva said...

Það er ekkert smá! En það er sama hvað þú skrifar Laufey, það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt :)

12:33 f.h.  
Blogger Huxley said...

Takk takk :)

Þess má geta að ég borgaði Evu ekkert (svakalega mikið) fyrir að skrifa þetta :) Múhahahah

2:34 e.h.  
Blogger Eva said...

Hehehe :) mín var ánægjan!

7:29 e.h.  
Blogger Unknown said...

qzz0611

cheap jordans
hermes belt
ugg outlet
kate spade outlet
simulation shoes
nike roshe
christian louboutin shoes
coach outlet
malone souliers
longchamp outlet

7:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home