laugardagur, nóvember 15, 2003

Jæja kominn laugardagur og ég ekkert búin að skrifa síðan á mánudaginn, búið að vera miki a gera. Skrifa ritgerðir og svona, gaman gaman, meira að læra. Sara ég er í sama pakkanum, kannski eins mikið og þú, veitiggi, en við erum að taka þetta á nokkrum mánuðum með vinnu en hitt fólkið að taka þetta í dagskóla á 9 mánuðum...púff

Fór á semmtilegann belgískann bar í gær, pínkulítill, smakkaði þar nokkrar tegundir, eins og Leffe Blonde og svo einhvern súrann og góðann, einnig já einnig jarðaberjabjór!! Mjög góður, það eru til fullt af ávaxta og súkkulaði bjórum! Sérdælis snilld!
...
Svo vil ég endilega benda öllum (öllum sko), sem nú þegar hafa ekki, horfa á six feet under, mjög skemmtilegir og vel skrifaðir. Veit að flestir horfa á þetta og ég er búin að gera svo í 2 ár eða eitthvað.. ?? en etta er soldið eins og þegar ég var hooked á 90201 og var að horfa 2svar á hvern þátt púff, er reyndar verið að sýna gömlu þættina á daginn hérna. Ohh, þegar Brandon var með gambling vandamál og pabbi Dylans var sprengdur upp, sko þetta eru alvöru vandamál, já við upplifum öll eitthvað svona. Beverly Hills undirbjó mann undir lífið eftir vögguna (eða kojurnar) á hátt sem Buffy hefur alveg kúkað á sig!
...
Fred Durst í imbanum með gellunni Halle Berry, ömó, voða drama í gangi...vona að ég verði ekki skotin af gömlu Limpurunum..hohoho
...
Já keypti mér um daginn strigaskó http://www.rakuten.co.jp/walkrunner/406619/504130/ voða stoltur foreldri
Eru akkúrat núna að borða smá sushi, svona snakkbakki sem við keyptum í Waitrose, nammi namm, vantar bara saki með.

...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home