föstudagur, mars 16, 2007

Mér finnst pínku lítið eins og allt sé á hold þessa dagana. Ég er ekki farin að bíða bíða, en finnst samt eins og allt standi kyrrt. Ég má í rauninni voða lítið gera og eyði því miklum tíma bara heima. Það er voða kósý og margir búnir að segja mér að nota þennan tíma vel, hvíla mig með sjálfri mér. Svefnmynstrið er skrýtið, finnst betra að sofa á daginn og ég get stundum með engu móti fest svefn á nóttunni. Hugsaði mér því gott til glóðarinnar í kvöld/gær; ætlaði að reyna að halda áfram með ákveðna ritgerð sem hefur hangið svolítið yfir mér. Ég hugsaði að kannski ef ég skrifa þangað til ég er orðin voða þreytt, þá sofna ég. Neibb, sofnaði ekki og nú er klukkan að verða 6. Hef aldrei verið eins eirðarlaus í þessari verkefnavinnu, á erfitt með sitja við skrifborðið og einbeita mér. Elskulegu fæturnir mínir eru líka að springa og puttarnir eru dofnir. Þökk sé Herra Bjúg. Ljósmóðirin hefur litlar sem engar áhyggjur af honum einum og sér og segir að ég muni bara pissa honum strax eftir fæðingu. Það verður stuð.

1 Comments:

Blogger Eva said...

Hehe, áhugaverð lýsing ;)

7:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home