Ég er orðin mamma, móðir, forráðamaður. Þetta er náttúrulega bara magnað og ég er ekki fyllilega búin að átta mig á þessu nýja hlutverki. Blogga á miklum hraða á meðan sonurinn hallar sér í vöggunni við hlið mér. Var líka að átta mig á að ég er komin í fæðingarorlof en ekki lengur i veikindaorlofi.
Páskafríið for næstum því framhjá okkur, en ákváðum þó að ná í eitt páskaegg. Í fyrra vorum við á sama tíma í New York, algerlega grunlaus um hvað biði okkar að ári liðnu. Já þetta er fljótt að gerast og allt í einu er líf manns breytt. Svo gjörsamlega!
Reyni kannski að koma með eitthvað meira bitastætt hingað inn þegar á líður. Þessa dagana gefst ekki mikill tími til skrifa. En síðar, því ég vil ekki bregðast þér kæri lesandi múhahahahahah.
Jæja, sá litli prumpaði sér til vöku...over and out for now.
Páskafríið for næstum því framhjá okkur, en ákváðum þó að ná í eitt páskaegg. Í fyrra vorum við á sama tíma í New York, algerlega grunlaus um hvað biði okkar að ári liðnu. Já þetta er fljótt að gerast og allt í einu er líf manns breytt. Svo gjörsamlega!
Reyni kannski að koma með eitthvað meira bitastætt hingað inn þegar á líður. Þessa dagana gefst ekki mikill tími til skrifa. En síðar, því ég vil ekki bregðast þér kæri lesandi múhahahahahah.
Jæja, sá litli prumpaði sér til vöku...over and out for now.
4 Comments:
Þú ert svo frábær Laufey, þið eigið eftir að verða alveg frábærir foreldrar :-D
Já, nú eru breyttir tímar, og hugsa sér, þið verðið foreldrar að eilífu, magnað! Æði!:)
Verðum að sjást sem fyrst, langar svo að rugga litla kút. knúsknús
Já! Í fyrra vorum við að finna prumpulykt á Ladytron! Manstu! Og núna erum við að finna prumpulykt yfir internetið!
Æði! :)
Og hans er sko milljón skratrilljón sinnum betri en hjá pakkinu fyrir framan okkur :)
Skrifa ummæli
<< Home