Hvar skal byrja? Ýmislegt á döfinni, allt að gerast. Ætli bloggið komi með hækkandi sól? Æ ég veit ekki, fyrir utan mitt nýja starf sem húsmóðir í orlofi þá gefst ekkert mikill tími í blogghangs en samt sem áður finnst mér smá skrif virka afar therapeutic á mig. Kannski ekki á þig en mig.
Kosningar á næstu grösum (hint hehe) og sem fyrr er ég ekki með þær á hreinu. Stefnuskrár margra flokka eru (mis)áhugaverðar, þ.e. það sem stendur í þeim er flott og virkar vel á mann margt en hversu langt fara þessi loforð áður en þau "gleymast"? Frjálslyndir alveg að kúka á sig í smartleika, þeirra herferð ein sú mest niðurdrepandi sem ég hef séð og vitað. Kannski á hún að virka þannig á mann, kveikja í Jóakim aðalönd í okkur svo við fylkjumst öll á Austurvöll með skeifu og röflum saman. Hinar (mis)fallegu herferðirnar hafa (mis)mikil áhrif, en þó verð ég að segja að margt höfðar miklu meira til mín akkúrat núna en nokkurn tíma fyrr. Það er þessu nýja hlutverki mínu að þakka :)
Júróvísíón fór líka næstum því framhjá mér. Auðvitað veit ég um rauða víkinginn og loksins þekki ég lagið, en það að keppnin er í þessari viku vissi ég ekki fyrr en í gær. Á maður að skammast sín? Set bara inn í calendarinn að horfa á laugardaginn...
Sumarleyfi grísa-fjölskyldunnar er planlagt, allavega smá hluti en ferð til Stokkhólms verður farin í júní. Erum afar spennt skal ég ykkur segja og mig kitlar í eyrun að geta farið með kút til ljósmyndara fyrir vegabréfið. B er að vinna mest allt sumarið þannig að helgarnar verða þess í stað vel nýttar, bústaðurinn og svo framvegis. Allt í einu í míkróstund fór ég að hugsa hversu gott það væri að eiga fellihýsi eða húsbíl með öllu...held ég geymi samt Örn bara eftir heima...
Já sumarið virðist mjakast hingað hægt, það er náttúrulega alltaf sól í mínu hjarta en það sakar ekki að láta líka skína á sig.
Kosningar á næstu grösum (hint hehe) og sem fyrr er ég ekki með þær á hreinu. Stefnuskrár margra flokka eru (mis)áhugaverðar, þ.e. það sem stendur í þeim er flott og virkar vel á mann margt en hversu langt fara þessi loforð áður en þau "gleymast"? Frjálslyndir alveg að kúka á sig í smartleika, þeirra herferð ein sú mest niðurdrepandi sem ég hef séð og vitað. Kannski á hún að virka þannig á mann, kveikja í Jóakim aðalönd í okkur svo við fylkjumst öll á Austurvöll með skeifu og röflum saman. Hinar (mis)fallegu herferðirnar hafa (mis)mikil áhrif, en þó verð ég að segja að margt höfðar miklu meira til mín akkúrat núna en nokkurn tíma fyrr. Það er þessu nýja hlutverki mínu að þakka :)
Júróvísíón fór líka næstum því framhjá mér. Auðvitað veit ég um rauða víkinginn og loksins þekki ég lagið, en það að keppnin er í þessari viku vissi ég ekki fyrr en í gær. Á maður að skammast sín? Set bara inn í calendarinn að horfa á laugardaginn...
Sumarleyfi grísa-fjölskyldunnar er planlagt, allavega smá hluti en ferð til Stokkhólms verður farin í júní. Erum afar spennt skal ég ykkur segja og mig kitlar í eyrun að geta farið með kút til ljósmyndara fyrir vegabréfið. B er að vinna mest allt sumarið þannig að helgarnar verða þess í stað vel nýttar, bústaðurinn og svo framvegis. Allt í einu í míkróstund fór ég að hugsa hversu gott það væri að eiga fellihýsi eða húsbíl með öllu...held ég geymi samt Örn bara eftir heima...
Já sumarið virðist mjakast hingað hægt, það er náttúrulega alltaf sól í mínu hjarta en það sakar ekki að láta líka skína á sig.
6 Comments:
attention-þau taka myndina hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Vonum að þið lendið ekki á þessari sem við lentum á og kunni ekkert á tækið, híhí
Já ok-Bjarki skellir sér þá bara aftur fyrir vélina ;)
bíddu bíddu á hann að kallsat örn ???? ef ekki hver er örn ?
Nei Örn Arnarson-eins og í auglýsingum :)
Já, sumarið er að reyna læðast til okkar :)
ó
Skrifa ummæli
<< Home