laugardagur, apríl 21, 2007


Þyrfti að læra hraðritun en sjáum til með hvað ég kemst langt áður en djásnið vaknar :)

Já tímarnir eru svo sannarlega breyttir en eitt kemur mér skemmtilega á óvart og það er hversu hratt maður venst og aðlagast svona breytingu. Þetta er náttúrulega skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengist við en jafnframt það erfiðasta og mikilvægasta. Alltaf eitthvað nýtt að gerast og maður lærir svo margt along the way-learning by doing eins og einhver snillingur sagði.

Fékk smá samviskubit út af hinum "börnunum" tveimur en þau hafa bara næstum því verið sjálfala frá fæðingu sonarins. En þeim líður vel og hafa ekkert verið að kippa sér upp við nýja fjölskyldumeðliminn-smá sniff hér og þar en annars pæla þau voða lítið í honum.

Mín heilsa er öll að koma-alveg magnað hversu hratt líkaminn okkar lagar sig eftir svona aðgerð. Verð oft að stoppa mig af að gera hluti, hluti sem ég "má" ekki alveg strax en finnst ég samt alveg ráða við..passa passa ;) Já svo fer pabbinn aftur að vinna og við mæðginin förum að bralla bara eitthvað þá klukkutíma sem hann er frá. Eigum án efa eftir að sakna hans og ekki laust við að hræðslan við cold turkey hafi sest að-nei nei segi svona.
Ætla ekki að setja inn myndir af kútnum enda nóg af þeim á hans síðu. Læt tvær af Gný samt fylgja með. Lofa svo að fara að skrifa eitthvað meira fullorðins með tímanum-minnið er sem aldrei fyrr alveg hroðalegt og því erfitt að koma með eitthvað bitastætt hehe.


3 Comments:

Blogger Eva said...

Það má víst ekki gleyma "loðnu" börnunum :) en ég læt nægja að eiga eitt loðið svona til að byrja með.

En alltaf er jafn gaman að fá að fylgjast með þér, þú ert líka alveg hrikalega góður penni :D

10:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega flottar myndir!!
knús Eva

1:34 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

moncler outlet
yeezys
pg 1
golden goose shoes
supreme clothing
curry 6
kobe shoes
balenciaga triple s
pandora jewelry
kawhi leonard shoes

3:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home