sunnudagur, júní 03, 2007

Er hlynnt nýákomnu reykingabanni og fussa bara á þá sem kvarta yfir því-ykkar val kæru stubbar að byrja að reykja. Svona er þetta t.d. í New York og virkar vel. Reyndar mikið af fólki úti á götu að smóka en það venst. Nú getur maður farið inn á stað og heim og jafnvel sleppt sturtunni áður en maður hoppar upp í rúm. Geri einmitt mikið af því að hoppa í rúminu...

Er nú reyndar ekkert mikið úti á lífinu en það kemur, kannski ekki mikið en smá. Sá litli var einmitt skírður um helgina og kom okkur algerlega á óvart með hversu pollrólegur hann var alla athöfnina. Athöfnin fór fram heima hjá mömmu og verð ég bara að segja að ég er mjög sátt með þessa fyrstu fullorðins-veislu sem ég held. Ég reyndar hélt hana ekkert ein, langt í frá því mamma og tengdamamma sáu nú um mest-ef þið viljið lúxus þá eru þær ábyggilega game fyrir gott verð ;)

Stokkhólmsferðin nálgast óðum og það verður ofsagott að komast eitthvað aðeins út. Aldrei komið til Sverige og ekkert smá heppin að fá svona sænskuvana "gæda" með okkur :0)

Þokan í hausnum kemur í veg fyrir að ég geti skrifað meir. Chao!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með fallega nafnið! Þessi drengur er svooo sætur, bara algjör draumur!! Gangi ykkur áfram vel og góða ferð.

7:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU LAUFEY KISSSS TIL ÞÍN FRÁ OKKUR :)

3:46 e.h.  
Blogger Huxley said...

Sömuleiðis Sunna skæra :) Knússss

5:11 e.h.  
Blogger Eva said...

Ég er næstum of sein en ég hef litið komist í frítíma en TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN :D

11:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home