miðvikudagur, júlí 04, 2007

Auðvitað er eins og ég sé í fríi en samt er ég það ekki. Dagarnir renna saman í einn og stundum hef ég ekki hugmynd hvaða dagur er. Mér finnst þetta frábært þótt vissulega geti þetta verið erfitt á köflum. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir ári að ég myndi eyða þessu sumri í fæðingarorlofi með yndislegasta barni sem fæðst hefur í þennan heim. Fyrir ári var ég að koma úr helgarútilegu með góðum vinum. Þessari helgi eyddi ég með mönnunum í mínu lífi og svo líka öðru góðu fólki. Hver veit nema maður skelli sér ekki í útilegu áður en sumarið kveður.

Það er svolítið þannig að þrátt fyrir að litla rúsínubollan mín öskri af öllum sálarkröftum, þá þarf ekki nema eitt lítið bros frá honum og ég gleymi...Hann er dásamlegur og ég fæ ekki nóg af því að knúsa hann. Tennurnar mínar eru farnar eyðast því ég gnísti tönnum nær undantekningarlaust þegar ég kjammsa hann!

Já ég er væmin, hef reyndar alltaf verið það en kannski verið að þykjast ekki vera það...Lúði ég. Ætli ég trítli ekki í háttinn-stundum á ég erfitt með að vekja hann ekki til að leika-en það er nú líka gott þegar greyið sefur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home