Ætla ekki að gefast upp með þetta blessaða blogg mittt en satt best að segja þá gefst nú ekki beint tími til að blgga mikið þessa dagana, og ef svo þá gengur bloggið hans Hrafnkels nú fyrir :)
Já tíminn flýgur! Mínir dagar þjóta frá mér og á hverjum degi þá sé ég einhverja smá breytingu hjá litla. Stór partur af mínum tíma fer í að þvo þvott en hérna áður fannst mér gaman að þvot
þvott-núna...tja núna er ég alltaf að því og mér finnst það ekkert brjálað stuð lengur. Hrafnkell sjálfur er allur að skána, en þetta hafa verið á köflum afar strembnir (tæpir) 3 mánuðir. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt setningar eins og ,,er hann ekki bara svangur?", ,,ertu að gefa honum of lítið?", ,,þessi stelling virkaði best hjá mér" og svo framvegis. Geri mér fulla grein fyrir því fólk vill BARA vel en stundum þarf maður bara að læra þetta the hard way og sjálfur. Ég hef tekið hann af lyfjunum og núna fær hann svona náttúrulega dropa og smá gasdropa ef hann er slæmur. Finnst ekki það mikill munur á honum til að láta hann vera á hard-core lyfjum.
Röfl er þetta í konunni!! En að einu hef ég komist að og það er að enginn talar um þessa kveisu, það gengur voða vel hjá öllum og allt voða shiny og happy! Auðvitað er ég hamingjusöm með litla kút, alls ekki misskilja en þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef fengist við og segi að það sé ekkert meira mannskemmandi en að horfa á barnið sitt engjast um af kvölum. Mamma segir að það er eitt sem maður græðir af þessu og það er þolinmæðin!
Annars held ég að hormónarnir mínir séu að stríða mér ögn, grenjaði yfir einhverjum sjónvarpsþætti áðan og hélt ég myndi aldrei hætta! Jarðaförin var bara svo falleg...je je.
Var áðan að hugsa um svona moggablogg því ég með ákveðnar skoðanir á hinum ýmus fréttabútum en hætti við. Eins og ég hafi eitthvað tíma fyrir það!
Lífið er sífellt að koma manni á óvart, eins klisjulega og það hljómar. Hrafnkell Númi, litli óvartblossinn okkar, gefur lífinu svo sannarlega lit og aldrei hefði ég getað fengið fullkomnari anga en hann. Smúts!
Hann var að sofna en alltmulig maðurinn sem sér um blokkina syngur svo hátt hérna fyrir utan að hann hlýtur að vakna við það. Held að monitorinn nemi það meira að segja...Og hann syngur svo hræðilega greyið.....is blowing in the wind...
Já tíminn flýgur! Mínir dagar þjóta frá mér og á hverjum degi þá sé ég einhverja smá breytingu hjá litla. Stór partur af mínum tíma fer í að þvo þvott en hérna áður fannst mér gaman að þvot
þvott-núna...tja núna er ég alltaf að því og mér finnst það ekkert brjálað stuð lengur. Hrafnkell sjálfur er allur að skána, en þetta hafa verið á köflum afar strembnir (tæpir) 3 mánuðir. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt setningar eins og ,,er hann ekki bara svangur?", ,,ertu að gefa honum of lítið?", ,,þessi stelling virkaði best hjá mér" og svo framvegis. Geri mér fulla grein fyrir því fólk vill BARA vel en stundum þarf maður bara að læra þetta the hard way og sjálfur. Ég hef tekið hann af lyfjunum og núna fær hann svona náttúrulega dropa og smá gasdropa ef hann er slæmur. Finnst ekki það mikill munur á honum til að láta hann vera á hard-core lyfjum.
Röfl er þetta í konunni!! En að einu hef ég komist að og það er að enginn talar um þessa kveisu, það gengur voða vel hjá öllum og allt voða shiny og happy! Auðvitað er ég hamingjusöm með litla kút, alls ekki misskilja en þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef fengist við og segi að það sé ekkert meira mannskemmandi en að horfa á barnið sitt engjast um af kvölum. Mamma segir að það er eitt sem maður græðir af þessu og það er þolinmæðin!
Annars held ég að hormónarnir mínir séu að stríða mér ögn, grenjaði yfir einhverjum sjónvarpsþætti áðan og hélt ég myndi aldrei hætta! Jarðaförin var bara svo falleg...je je.
Var áðan að hugsa um svona moggablogg því ég með ákveðnar skoðanir á hinum ýmus fréttabútum en hætti við. Eins og ég hafi eitthvað tíma fyrir það!
Lífið er sífellt að koma manni á óvart, eins klisjulega og það hljómar. Hrafnkell Númi, litli óvartblossinn okkar, gefur lífinu svo sannarlega lit og aldrei hefði ég getað fengið fullkomnari anga en hann. Smúts!
Hann var að sofna en alltmulig maðurinn sem sér um blokkina syngur svo hátt hérna fyrir utan að hann hlýtur að vakna við það. Held að monitorinn nemi það meira að segja...Og hann syngur svo hræðilega greyið.....is blowing in the wind...
1 Comments:
Takk fyrir kveðjuna en það er gaman að sjá hvað lífið er nú samt gott hjá ykkur þrátt fyrir ýmislegt sem fylgir litlu dúllunum...
Skrifa ummæli
<< Home