þriðjudagur, október 16, 2007

Það er einhvern veginn þannig að þegar maður á að vera á fullu þá verður ekkert úr hlutunum. EN þegar maður á að vera að slappa af, sofa eða eitthvað álíka ómerkilegt-þá fer allt á tjúllandi fullt! Búið þarna uppi fór í overdrive áðan og hugsanir tróðust þar um eins og ógeldir folar úti á engi. Get ekki stoppað og langar helst að byrja að skrifa BA ritgerðina bara núna. Er ekki alveg komin með efnið á hreint en sviðið er komið...

Ritgerðinni skila ég ekki fyrr en í apríl en hey um að gera að nota tímann, því þegar svo maður á að vera á fullu þá gerist hvað? Ekkert!

Fréttirnar eru grútleiðinlegar og ég nenni varla að fylgjast með. Ánægð var ég þó að sjá að Oddný Sturlu muni verða leikskóla/skóla manneskjan-vonumst eftir breytingum! Erum orðin nett stressuð með dagvistunarmál ungans en B verður í feðraorlofi til 1. mars. Eftir það er bara ekkert vitað...puttar í kross! Allir, puttar í kross!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home