Er búin að vera í svo miklu áfalli út af þessu myndbandi (sjá síðustu færslu) að ég bara hreinlega varð blank!
Mikið er rætt um hvort bloggarar séu bara upp til hópa athyglissjúkir brjálæðingar og ég held ég verði bara að segja að ég sé því sammála. Ef ekki þá myndi maður bara halda dagbók í Word eða kaupa sér einhverja fallega dagbók með mynd af folaldi og með lás á. Ég hef átt þannig og það virkaði ekki, ég endaði alltaf á því að skrifa bara eitthvað bull og oftast var eins og ég væri að skrifa til einhvers annars, eins og ég myndi vilja já eða vissi að einhver annar læsi það. Æ ég hef alltaf verið smá athyglissjúk, er feimin en samt sjúk í athygli. Crazy I know!
Á daginn þegar ég er í húsmóðurleiknum þá eru tvær stöðvar í gangi, nei önnur er ekki Skjár einn með sitt brútal Vörutorg. Nei þetta er BBC Food og Sky News. Hef ábyggilega talað um þá fyrrnefndu en sú síðari er ekki minna merkileg. Þar fylgist ég æst með gula "bannernum" sem rúllar á botninum-BREAKING NEWS. Svolítið skrýtið en mér finnst fréttirnar hérna heima ekki eins skemmtilegar. Ekki það að fréttir eigi að skemmta manni eitthvað sérstaklega en uppsetningin, fólkið eða eitthvað er bara ekki að virka hjá mér. Kannski er það innihaldið?
Mikið er rætt um hvort bloggarar séu bara upp til hópa athyglissjúkir brjálæðingar og ég held ég verði bara að segja að ég sé því sammála. Ef ekki þá myndi maður bara halda dagbók í Word eða kaupa sér einhverja fallega dagbók með mynd af folaldi og með lás á. Ég hef átt þannig og það virkaði ekki, ég endaði alltaf á því að skrifa bara eitthvað bull og oftast var eins og ég væri að skrifa til einhvers annars, eins og ég myndi vilja já eða vissi að einhver annar læsi það. Æ ég hef alltaf verið smá athyglissjúk, er feimin en samt sjúk í athygli. Crazy I know!
Á daginn þegar ég er í húsmóðurleiknum þá eru tvær stöðvar í gangi, nei önnur er ekki Skjár einn með sitt brútal Vörutorg. Nei þetta er BBC Food og Sky News. Hef ábyggilega talað um þá fyrrnefndu en sú síðari er ekki minna merkileg. Þar fylgist ég æst með gula "bannernum" sem rúllar á botninum-BREAKING NEWS. Svolítið skrýtið en mér finnst fréttirnar hérna heima ekki eins skemmtilegar. Ekki það að fréttir eigi að skemmta manni eitthvað sérstaklega en uppsetningin, fólkið eða eitthvað er bara ekki að virka hjá mér. Kannski er það innihaldið?
4 Comments:
Ef þú ert að meina Same girl vídjóið þá er ekki séns í hel... að mönnunum sé alvara með þessu. Þetta var allt of fyndið.
Held nefnilega að þeim sé alvara-biðaða við fyrri lög og vídjó R Kelly...
:)
þegar ég skildi lítið í frönskunni var ekkert annað í boði en sky news og eurosport hjá okkur. Ég þoli ekki íþróttir í tv en mér fannst það oft skárra en stríðs/dráps/sorgar-hermannadauða- fréttir á sky :)
jamms, mér finnst bara neikvæðar og leiðinlegaar fréttir á sky........ en kannski hefur það breyst þar sem heimurinn er alltaf að verða betri og betri og aðeins skárri:)
Right...betri og betri
;)
Skrifa ummæli
<< Home