föstudagur, júlí 27, 2007

Var að koma úr bústað sem er allt gott og margblessað en...já en...þar voru svona húsflugur, litlar leiðinlegar og háværar húsflugur á sveimi um allt. Þær földu sig inni í herbergi og réðust svo á mann þegar maður var sofnaður og þá vaknaði maður. Skil þetta ekki, þær hreinlega gáfust ekki upp! Sem betur fer sef ég með lokaðan munn...

Tók eftir því að það voru engar köngulær á vappi sem útskýrir kannski þennan flugnafjölda. Ekki það að ég saknaði þess að sjá einhverjar loðnar creepy vibba lær-því ég er með fóbíu dauðans. Réttu mér pírana og ég skal flaka hann með tánum. Réttu mér kyrkislöngu og ég skal kyrkja hana með tungunni. Réttu mér tígur og ég skal stara hann í svefn. EN spider---nóbb sör e bob! Þá stirðna ég upp og mér verður flökurt. Skil þetta ekki!!??

Anyways, er stöðugt að hugsa um strönd þessa dagana. Stöðugt! Veit samt að ef ég færi á strönd þá væri ég orðin óróleg mjög fljótt. Reyndi einu sinni sólarlandaferð árið níutíu og eitthvað og það til Benidorm, en fílaði það ekki. Skemmtilegast var Sexy Barbara eða Sticky Vicky, man ekki hvora ég sá. Hún opnaði bjór með you know what og dró svo rakvélablað þaðan út líka...

Það sem fólki dettur í hug.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe þú ert fönny görl ætlar að kirkja slöngu með tungu .... má ég horfa á það ?

7:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home