sunnudagur, júlí 15, 2007

Vakna ég ekki bara við að Hrafnkell prumpar svona hressilega og það án þess að umla. Honum virðist líða vel í þessu swaddle-kiddopotamus-flísreyfi og sefur ofsa vel ( 7 9 13 ). Litla krútt lítur út eins og gul lirfa í þessu en ég þyrfti eiginlega að taka bara af honum mynd, afar skondið.

Fór að hugsa eftir síðustu færslu...vil náttúrulega alls ekki að fólk haldi að þetta sé argasta helvíti hjá okkur og allt vonlaust. Langt í frá! Svo ofsa langt í frá!! Gætum ekki verið meira ánægð með þetta rúsínurassgat :) En sumir dagar eru einfaldega erfiðari en aðrir... Þetta virðist vera einskonar taboo eða þannig virkar þetta á mig stundum. Það tala afar fáir um þetta og kannski er það vegna þess að fólki finnst það ekki eins hæft eða af því finnst það ekki vera að gera hlutina rétt. Veit það ekki, en ég hafði sjálf aldrei heyrt um þessa kveisu áður. Íslenskar konur eru auðvitað svo svakalega stolltar og geta allt og gott betur en það. Kannski útskýrir þessi bæling ýmis vandamál...nei segi svona en mér finnst allavega betra að tala um hlutina, leita ráða og um leið prófa nýja hluti. Það hefur aldrei komið til greina að hanga hérna ein heima, með úfið hár og bitnar neglur. Ég væri þá löngu orðin týnd einhvers staðar!

Farin að horfa á feðgana sofa :)

3 Comments:

Blogger Eva said...

Ég tek undir þetta með þér Laufey, það er betra að tala um hlutina og koma þeim frá sér heldur en vera birgja þetta inni!

1:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dúllurnar mínar í Bogó

segi það með nöfnu minni, maður á að tala um hluti, og mér finnst frábært hvað við höfum getað spjallað saman og bara haft það gott saman.

Er búin að vera að vinna verkefni síðan við komum og sit því eiginlega bara við tölvuna að vinna. Törnin er núna að klárast og við bara verðum að hittast. Saga saknar vinar síns sárt og við líka!

KNús og keep up the good work, þið eruð yndislegir foreldrar með þolinmæði á við hundrað manneskjur...

2:04 e.h.  
Blogger Huxley said...

Takk fyrir það elsku Evur :)

2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home