laugardagur, júlí 14, 2007

Klukkan er hálf tvö og af hverju er ég ekki sofnuð? Einfalt, síðustu nætur hefur mér fundist erfitt að sofa enda eru margir mánuðir síðan ég fékk meira en 3 tíma í svefn straight. Þegar ég var ólétt einhvern tíma...vá man ekki.

Auðvitað hljómar þetta hræðilega en er það nú kannski ekki alveg, Hrafnkell glaðvaknar oftast ekki alveg á nóttunni og ég er stundum í móki og gef honum og við sofnum bæði strax, inn á milli. Hingað til hefur þetta verið allt í lagi en núna er líkaminn minn að segja mér að hann sé þreyttur. Við höfum prófað hvert ráðið á fætur öðru en þegar þetta er sem erfiðast er erfitt að bíða í nokkra daga eftir einhverju til að virka. Veit ekki hvort þetta skiljist rétt...en þegar barnið manns grætur non stop þá hugsar maður hvað get ég gert til þess að honum líði betur núna, ekki eftir nokkra daga.

Við erum sem sagt búin að fara með hann nokkrum sinnum til læknis, engar áhyggjur flest skiptin voru endurkomur en læknirinn er frábær! Hrafnkell hefur farið á tvær tegundir lyfja sem og prófað jurtadropa við ungbarnakveisu, dropa við gasi og prófað að fá graut. Ekkert. Hann hefur farið í höfuðbeina og spjalhryggjajöfnuð, við höfum nuddað hann og við höfum fengið olíur hjá ilmolíufræðing. Ég ætti kannski ekki að segja ekkert, það er ekki satt, við höfum allavega komist að því að það er ekkert hræðilega alvarlegt að hrjá hann, höfum einnig lært heilmikið í leiðinni og jú við ilmum voða vel en það dæmi er okkur sérstakt þar sem nuddið með olíunum gefur okkur góða stund. Það er pínku súrt þegar fólk segir að þetta muni eldast af honum eða eitthvað í þá áttina. Við teljum okkur vita það en þangað til fólk eignast barn með slæma ungbarnakveisu þá skilur fólk þetta ekki fullkomlega. Einn dagur getur liðið mjööög hægt á meðan annar er horfinn áður en ég blikka! Auðvitað vill fólk bara vel, en þetta er erfitt að útskýra...

Ég elska þetta barn óendanlega mikið og þangað til kveisan kveður mun ég halda áfram að prófa allt! Í nótt er það kiddopotamus og svo skulum við sjá til. Stay tuned ;)

3 Comments:

Blogger Eva said...

Úff, ég get ekki beint sagt að ég viti hvernig þér líður en veit hvernig er að vera þreytt eftir að fá ekki samfelldan svefn í nokkrar vikur :/

En það eru nú vonandi fleiri góðir dagar heldur en slæmir ;)

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Margeir í Bowentækni bjargað minni snúllu (www.boentaekni.com). Mæli með að prófa það ef að þú ert ekki búin að því.

7:26 e.h.  
Blogger Huxley said...

Er einmitt á leiðinni þangað :) Nafnlaus??

En auðvitað eru allir dagar æðislegir, bara misgóðir hoho;)

9:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home