mánudagur, október 01, 2007

Í framhaldi af síðustu færslu vil ég benda á nýjasta vinkilinn á bloggi Dr. Gunna. Þar er á ferðinni eitthvað sem kallast OKUR og geta lesendur sent inn ábendingar. Ánægð var ég þegar ég sá hann í Kastljósi að segja frá þessu. Ekki svo þykjast ekki hafa áhuga, það er ekki töff að láta svindla mann súran í sífellu!

Þeir sem búið hafa búið erlendis, já eða bara allir sem ferðast hafa; hafa skoðun á þessu. Álagningin er ekki réttlætanleg en svo lengi sem við neytendur látum okkur bara hafa það, þá heldur verðið bara áfram að hækka. Ég er ekki endilega að tala um þjónustu eins og hárgreiðslu eða slíkt. Að sjálfsögðu væri ég til í að sleppa með klippingu á tvöogfimm, en hvernig yrðu þá laun þessa fagfólks? Ég er að tala um hluti eins og bévítans sódavatn í glasi á 300! Djí lúí!

1 Comments:

Blogger Eva said...

Þú ert algjör life saver Laufey! Búin að lesa gegnum allar 180 færslurnar og ansi áhugaverðar margar þó það séu reyndar tvær sem mér finnst að eigi að skoða staðreyndir aðeins betur en ;)

9:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home