Það er svo fyndið að sumt í lífinu virðist vera svo erfitt...Skammast mín voða mikið að segja frá því en það er mjög langt síðan ég fór í svona professional klippingu. Mamma klippti mig reyndar í sumar en nú er nóg komið. Þetta er orðinn svona vítahringur ef svo má kalla, ég skammast mín fyrir ástandið á hárinu en auðvitað batnar það ekkert ef ég bíð lengur! Fyrir ca. 2 mánuðum byrjaði hárið líka að hrynja af mér, öldungarnir segja það eðlilegt en kollurinn þarf að losa sig við þau hár sem ekki duttu eðlilega af á meðgöngunni. Hárið á mér óx líka alveg eins og égveitekkihvað í óléttunni! En já, núna er ég á leiðinni, á morgun (segir sá lati) ætla ég að panta mér tíma. Þá bara hneykslast klippimanneskjan, hefur þá eitthvað til að tala um í saumaklúbbnum.
Var alveg kolrugluð í morgun, fattaði ekkert hvaða hljóð þetta væri sem vakti mig. Hélt að eitthvað væri bilað og var alveg ringluð. Svo rann það upp fyrir mér og ég leit á símann, bjöllurnar tvær hreyfðust og á honum stóð 5.30. Time to get up! Langt síðan ég hef verið svona rugluð að morgni!
Fór svo með soninn í smá göngutúr og úúú hvað það blés, ofsalega kósý að koma aftur heim í hlýjuna og kúra. Smá slappelsi hér á bæ, ekkert alvarlegt en vonum að þetta lagist sem allra fyrst. Sonurinn er samt við hestaheilsu en pínku pirr vegna tannar númer 2.
Gott í bili undir þili!
Var alveg kolrugluð í morgun, fattaði ekkert hvaða hljóð þetta væri sem vakti mig. Hélt að eitthvað væri bilað og var alveg ringluð. Svo rann það upp fyrir mér og ég leit á símann, bjöllurnar tvær hreyfðust og á honum stóð 5.30. Time to get up! Langt síðan ég hef verið svona rugluð að morgni!
Fór svo með soninn í smá göngutúr og úúú hvað það blés, ofsalega kósý að koma aftur heim í hlýjuna og kúra. Smá slappelsi hér á bæ, ekkert alvarlegt en vonum að þetta lagist sem allra fyrst. Sonurinn er samt við hestaheilsu en pínku pirr vegna tannar númer 2.
Gott í bili undir þili!
1 Comments:
Hehe, vá hvað maður þekkir klippingarvandamálið mikla :) en á ekki bara taka fyrir og eftir mynd ;) en gott að litla heilsast vel en ég vona að þú fáir ekki þessa pest sem herjar á landann þessar vikurnar
Skrifa ummæli
<< Home