laugardagur, október 20, 2007

Ákvaðum að skella okkur á nokkra tónleika við skötuhjú og sóttum því armböndin í gær. Fengum mömmu til að passa pinnann og allt heppnaðist vel. Gaman og gott að komast út og ekki í sitthvoru lagi. Pínku lúin þó í dag en þetta eru smá viðbrigði ;)

Ákváðum að eyða öllum tímanum bara á einums tað, það rigndi svo hressilega og þar sem við þekkjum þetta biðraðastúss þá vorum við ekki að fara að taka neina sjénsa. Byrjuðum á að sjá Trentemöller sem var gmana, hefði mátt vera síðasta eða næstsíðasta sjóið en svona var þetta bara. Hresst!

Svo komu múm og margir spenntir að sjá þau enda langt langt langt síðan þau spiluðu. Mér fannst þetta fínt en þetta er samt svona tónlist sem maður þarf að hlusta á í góðu kerfi heima hjá sér. Þó þetta sé góður staður fyrir hljómleikahöld, þá er alltaf tal-kliður enda sumir ekki þarna til að hlusta á tónlist eherm. Ekkert kvart, þau um það ;)

Síðast voru það Of Montreal, fínt fínt og við alveg sátt. Smá pikkles í byrjun, eitthvað sem má ekki gerast eða ætti ekki að gerast en hey við deyjum ekkert .

Airwaves er svo ofsalega sérstök hátíð og ég á svo margar margar minningar tengdar henni síðustu ár. Ég hef nú farið á nokkrar tónlistarhátíðir en Airwaves er augljóslega öðruvísi. Þá á ég ekki bara við uppsetninguna heldur það hverjir eru og hvernig. Maður sér alla saman og þá líka tónlistarfólkið. Allir undir sömu húfunni en ekki bakvið hergirta vírgirðingu. Ekkert svona mega VIP dæmi í gangi. Næs bara allt sama!

Takk fyrir okkur ;)