fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Jei hugsaði ég þegar ég fattaði að CSI:Miami væri að fara að byrja. En þátturinn var ekki langt kominn þegar kjánahrollurinn gerði vart við sig. Var næstum því gengin út þegar Horatio situr líkt og hugsuðurinn við fætur Cristo Redentor. En ég lét mig hafa það, kláraði blessaðan þáttinn. Margt verra til en þetta svosum.

Litla stóra barnið mitt fær stóran bílstól á morgun og ég uppgötvaði að ég á eftir að sakna litla stólsins. Tíminn er svo fljótur að líða og svo stutt eftir af fæðingarorlofinu. Auðvitað verður fínt að komast aðeins út að vinna en því meira sem ég hugsa um þetta, því meira langar manni bara að vera heima áfram. Kannski er þetta vegna þess að ég veit að þessi vorönn á eftir að vera afar pökkuð, vinna og svo skóli en það verður gaman og gott þegar ritgerðin er komin í hús. Svo væri ég alveg til í að vera "bara" að gera ritgerðina, en þess í stað þarf ég að taka eitt annað námskeið og langt vettvangsnám. En jújú, ég er hlynnt góðu námi á vettvangi og æfingunni sem því fylgir.

Fyrst eru það jólin, svo má hugsa um allt hitt ;)