miðvikudagur, janúar 13, 2010


Hef svolítið verið í salatinu síðustu misseri og þá aðallega í hádeginu sem nesti. Set saman allskonar grænmeti og mér finnst þetta alltaf jafngott. Ætla að skrifa hérna inn þrjár tillögur sem ég hef verið að gera (á ansi margar salat útgáfur í heilabankanum):

Byggsalat
ca. dl af soðnu byggi-íslenskt bankabygg all the way ;)
ferskt spínat-eftir þörfum
smá af blaðlauk
tómatar
1-2 msk af kotasælu-svo má henda út í þetta kjúlla eða hverju öðru próteini sem hugurinn girnist eða skápurinn býr af. Líka gott að sleppa tómötunum og setja rifinn 11% ost út á og smátt skorið sellerí-möguleikarnir náttúrulega endless ;)

Þegar ég er með kotasælu finnst mér alveg nóg að setja smá hörfræolíu (eða aðra nema þessi er meinholl) og smá salt og pipar.
Blanda þessu öllu saman og gúffa í mig!

Avacadó-eggjasalat
niðurskorið hálft avacadó
nokkrir niðurskornir ferskir sveppir
saxað spínat
tvö egg skorin og dreift yfir
svo má ekki gleyma olíunni og s&p

Þetta salat varð til óvart, ég var sein í vinnuna og hálf-sofandi ennþá! En ofsalega gott var það og hef ég gert það oft síðan.

Allskonar salat með smá pasta
fullt af grænmeti
nokkrar salthnetur
rækjur
smá fetaostur eða annar
egg
pasta
Svo man ég ekki meir. Þetta er breytilegt hverju sinni í rauninni og fer svolítið eftir því hvernig stuði ég er.

Eitt ráð-kaupið spínat í pokum þegar þið eruð að hugsa til salatgerðar. Það endist best og er alltaf eins og nýtt, þ.e. á meðan það er heilt ;) Það er hægt að nota einn poka í marga daga fyrir eina manneskju í salat. En ef þið eruð að gera spínat pasta eða pottrétti einhvers konar þá er best að kaupa frosið.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vei - gaman:) mér lýst vel á að fá svona uppskriftir frá þér reglulega !
kv.
sdo

9:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mjog ahugavert, takk

8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home