laugardagur, október 11, 2008

Svarið við gátunni: What about Bob? Snilldar mynd ;)

Í morgun vöknuðum við og það var aðeins bjartara en síðustu morgna þegar við höfum vaknað. Ég leit á klukkuna og jú, hún var 7.36. Ég snéri mér því að syninum, sem var kominn upp í á milli foreldranna, og þakkaði honum innilega fyrir að vakna svona seint. Við sváfum sem sagt pínku lítið út sem er alger unaður. Svona lítið þarf til að gera mig ánægða. Það eru einmitt þessir litlu hlutir sem við verðum að einblína á, fara í smá Pollýönnu-leik ef þess þarf, því það er svo oggu ponsu lítið sem við getum annað gert. Fólk tekur ástandið mismikið inn á sig og því er það á ábyrgð hinna að standa og styrkja.

Hef aðeins verið að lesa það sem skrifað er og þá aðallega í Bretlandi. Get fullyrt það að breska þjóðin hatar ekki vora þjóð. Hr. stríðsglæðamaður Brown er nú ekki beint vinsæll hjá afar stórum hluta landsins, það er ekkert nýtt. Þau bara losna ekki við hann! Tek mér það leyfi að birta brot úr tölvupósti frá vini í Bretlandi:

"Yo Osama! Never thought Iceland had its very own branch of Al Queda. Well, as Mr Brown has decided you're a terrorist state, I'd like to assure you that the ordinary population will still welcome you into our pubs and football clubs (maybe not West Ham). Seriously, we're hearing a mixture of things. Hows it affecting you?"

Við skulum ekkert ræða þessi terrorista lög-hvað er það? Erum við ekki í bloody NATO?

Æ ég ætla að njóta sólarinnar, fjallafegurðarinnar út um gluggann og knúss litla gaurs og pabbans. Í kvöld fæ ég svo nokkrar eðapíur í heimsókn og þá verður nú gaman. Við gerum gott úr þessu, vona að mér verði fyrirgefið fyrir pínku ótilbúið húsnæði ;)