þriðjudagur, júní 03, 2008

Ég á svo erfitt með að fara snemma að sofa og það er svo innilega ekki sniðugt. Mikið að gera á daginn og svo er það sonurinn og íbúðin á kvöldin. B er svo brjálæðislega duglegur en ég vona að hann keyri sig bara ekki út. Nú fer þetta allt að koma, stíf málninga-parket vinna framundan og svo flutningar. Tökum okkur þó smá pásu á föstudagskvöldið en þá ætla ég að halda smá teiti í tilefni þriðja tugarins. Þér er að sjálfsögðu frjálst að mæta :0)

Fleiri einkunnir hafa ekki komið í hús en mér er svosum sama. Þær koma á endanum. Tíminn líður svo hratt og ólíkt öðrum sumrum eru allar helgar planaðar þangað til við förum út. Ættarmót, brúðkaup og svona. Ætla að sleppa útskriftarathöfninni fyrir ættarmótið, þurfum ekkert að ræða það hvað sá atburður (ættarmótið of course) verður miklu skemmtilegri. Stór og skrýtin fjölskylda hér á ferð!

Síðustu dagarnir í vinnunni eru núna en svo verður sjálfur afmælisdagurinn sá síðasti. Þá eru það bara ég og Hrafnkell sem munum hanga saman, en ég hlakka svo til að leika bara og slappa af. Tja fyrir utan að klára höllina. Eherm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home