fimmtudagur, apríl 10, 2008

Veit að það er ekki líklegt að það gerist, en hvað um það, það má alltaf láta sig dreyma. Málið er að ég er að hugsa um að skrifa drauma-minnislista, ég gleymi þeim bara annars. Þegar ég er búin að skila af mér síðasta verkefninu þann 9.maí, langar mig að leggjast upp í sófa, horfa á allskonar sjónvarpsþætti og sofa svo út. Allavega til 10.

En ekki líklegt, eigum talsvert eftir að gera til að geta flutt inn. Svo er það flutningurinn og allt það. En samt allt sweet og tóm hamingja bara! Ofsalega gaman að láta hugann reika um allskonar fínt í pleisið, gaman gaman ha!??! En annars er ég orðin ferlega dofin, alveg komin með upp og út um eyrun af skólaverkefnum. Ohhh, sama hversu mikið allt er gott og ég reyni að vera jákvæð þá þarf ég alltaf að kvarta líka. Verður bara að vera þannig. Pollýanna er bara pínku þreytt núna.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

pollý mollý skíta rollý :D smá djók.
en gaman að koma sér fyrir og gera sætt í sinni eigin íbúð. það er best.
verðum í bandi.
gangi þér vel með lokaverkefnið.
knús,
anna.

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hættu þessu væli og drífðu þetta drasl af :) hehe.......
kv.
saraba

9:59 e.h.  
Blogger Huxley said...

Seeeegi það! Alltaf sama vælið í manni ;)

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Endaspretturinn er bara hryllilega erfiður! En það hefst allt saman, því get ég lofað þér!
Gangi þér ofboðslega vel með allt saman

10:10 f.h.  
Blogger Huxley said...

Gyðja: Sammála, en þrátt fyrir að mikið sé eftir í verkefnum, þá finnst mér ég loksins sjá fyrir endanum á þessu :)

Helv... ráðstefnan er svo eftir!

3:41 e.h.  
Blogger Eva said...

Það eiga sko allir rétt á að tuða/væla/tjá sig smávegis annað slagið ;) hvernig er annars hægt að lifa af spyr ég?

8:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Örugglega mjög erfitt að sitja við lærdóminn og reyna að innrétta ekki nýju fínu íbúðina í huganum. Verður frábært þegar öll skólaherlegheitin verða yfirstaðin.
GAngi þér rosa vel á lokasprettinum.

Bestu kveðjur frá DK,
Fanney

12:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home