sunnudagur, janúar 13, 2008

Ég skil allstaðar eftir mig minnismiða. Allir vasar og flestar töskur eru fullar af þeim líka. Er svo hrædd um að gleyma hlutum þessa dagana að ég þori ekki annað en að skrifa þá niður um leið og man. Ef ég vakna um nótt og man eftir einhverju, þá skelli ég því í reminder í símanum. Hann pípir því ótt og títt á mig til að minna mig á allskonar.

Annars á barnið, vinnan og skólinn hug minn allan þessa dagana. Jú og pabbinn í feðraorlofinu. Þetta er allt pínku skrítið. Líka soldið mikið að gera. Lokaverkefnið er á byrjunarreit, vettvangsnámið í þann mund að hefjast (ætla að byrja fyrr og dreifa) og skemmtilega vinnan mín ennþá skemmtileg. Hlakka til að geta verið 100% þar, engin verkefni önnur en þau sem tengjast henni til að hugsa um. Það verður gott að vera þessi týpa sem sér um barnið sitt og fer í vinnuna. Tja, allavega þangað til mér dettur í hug að halda áfram að læra. Var meira að segja að hugsa áðan um að fara í framhaldsnámið í haust...æ ég veit ekki. Farin að leita af heimildum. Chao.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home