laugardagur, desember 29, 2007


Hélstu að ég væri bara farin fyrir fullt og allt? Neibb, hér er ég en hef barasta ekki gefið mér tíma í þetta afar áhugaverða blogg mitt. Kettinum var sem sagt skilað og hafa þau ekkert verið að flakka meira, þeim líður bara vel eins og okkur hérna í Skerjafirðinum.


Höfum haft það ofsa gott um jólin, borðað mikið og drukkið vel. Pakkaflóðbylgjan kom og við klóruðum okkur í hausnum yfir þessu öllu saman. Sonurinn fékk, sem og við, margt afar fallegt. Núna er ekki bara spennandi að opna sína eigin heldur var ég líka ofur spennt yfir hans gjöfum. Skrautið á pökkunum átti þó hug hans allan enda var hann orðinn ansi lúinn þegar við settumst til að rífa utan af gjöfunum. Litla skinn. Svo eru það bara áramótin eftir einhverja klukkutíma, ótrúlegt að það sé að koma 2008. Ekki nema 12 ár síðan ég klippti af mér ljósa síða hárið og setti í stutt hárið svartan lit með bleikum og bláum strípum. Smart. Já sæll!


Hafið það glimrandi á þessum tímamótum, bannað að hugsa of mikið um þessa klippingu mína fyrir þetta mörgum árum. Er búin að jafna mig. Eða þannig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl elskan,
Gott að kisalingurinn komst í leitirnar.... þið hafið lent í nógum kattahremmingum hingað til, ó já;)
Ég fékk mér einmitt bleikar og bláar strípur í kringum ´96 :) geðveikt kúl!

Sjáumst,
Sigelangelo

9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home