miðvikudagur, nóvember 14, 2007


Það er svo skrýtið að þegar eitthvað hefur gengið erfiðlega og fer svo að skána, þá þorir maður ekki að tala um það. Ástæðan er sú að án undantekninga kemur bakslag um leið og maður hefur opnað munninn! Stundum þorir maður ekki einu sinni að hugsa um það...þetta er náttúrulega ekki beint hjátrú, frekar einhver snúin ofsahræðsla. Engar áhyggjur, það er ekkert alvarlegt í gangi en hef tekið eftir þessu sérstaklega síðustu mánuði og B líka, þorum stundum ekki að tala saman þegar vel gengur ;) Nei segi svona, ekki alveg svo gróft.

Undrabarnið okkar er í "svefnþjálfun" og gengur það alveg blússandi, sefur bara alla nóttina svona oftast eða vaknar kannski 1 sinni. Áður vöknuðum við mæðginin á kannski tveggja tíma fresti...pínku strembið. En núna er eins og hann sé orðinn óþolinmóðari á daginn...hlýtur að ganga yfir. Tennurnar enn og aftur, ohhh...

Hann er svo ofboðslega fullkominn að augun mín fara bara næstum því að leka við áhorf! Svo strýkur hann kannski mömmu sinni um vangann og hún lamast næstum. Unaður!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, gvuð hvað ég skil þig, hmm, eða held það.
Bíddu bara þangað til hann knúsar þig og segir ahh, og klappar þér á bakið. Sögur segja víst að það sé magnað þegar þau segja, mamma mín, oh, fæ sting í hjartað.
Númi er örugglega bara pínu líka að taka nándina sem hann fékk á nóttinni á daginn og lætur það koma fram í óþolinmæði, plús tennurnar auðvitað, Saga hefur látið pínu þannig, svona að taka extra ást út yfir daginn einhvern veginn. En þetta er sko allt að koma og ég get ekki beðið að hitta ykkur öll, sem fyrst takk fyrir,takk! Vá, löng færsla, hahah

1:20 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já hann byrjaði einmitt að vera svona strax á fyrsta degi eftir að prógrammið góða byrjaði :) Litla skinn

Okkur hlakkar til að hitta ykkur líka-vonandi komist þið út!

1:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home