þriðjudagur, apríl 01, 2008

Fór hingað inn fyrir rælni og sá tvö comment, annað nafnlaust síðanégveitekki hvenær og hitt frá skólasystur. Má því til með að blogga smá. Mikið ofsalega hefur margt gerst síðan síðast og ákaflega mikið breyst. Samt ekki, eða þannig. Ég er ennþá að vinna á fullu í skólavinnu, bæði í tveimur mjög stórum fjölþátta verkefnum en einnig í lokaritgerðinni. Fyrir utan þessi verkefni þá er ég í vettvangsnámi og að vinna upp í Hagaskóla. Sem betur fer komst sá litli að hjá yndislegri dagmömmu hérna rétt hjá. Eitthvað sem gerðist afar óvænt og alveg á síðustu metrum feðraorlofsins! Já þessi íslenska redding kemur manni alltaf til góða :) Aðlögun litla kúts var stutt og byrjaði hann á fullu eiginlega strax. Hann er þó bara í 75%, sem er alveg nóg-en honum líður samt ofsa vel hjá henni. Finnst gaman að fara til hennar og gott þegar mamma eða pabbi koma að sækja hann. Bara alveg eins og það á að vera. Hann tók svo, okkur til mikillar furðu, upp á því fyrir nokkrum dögum að verða eins árs. Alveg ótrúlegur! Farinn að labba og herma eftir því sem við segjum (blótið alveg horfið úr mínum munni). Undrabarn!

Nú, svo tókum við upp á því (bara af því það er ekki alveg nógu mikið að gera-not) að fjárfesta í íbúð. Seldum djöflinum sálu okkar! Grín grín. Nei, en við fundum íbúð hérna í Vesturbænum sem við gátum ekki sleppt. Fín kaup fyrir okkur og núna erum við eða aðallega B að standsetja hana. Mikið ofsalega held ég að okkur eigi eftir að líða vel í bleiku blokkinni :)

Annars hlakkar þessa húsmóður óendanlega mikið til að vera búin með skólann. Þá get ég farið að sinna barni og búi enda verðum við mæðgin saman í sumarleyfi frá byrjun júní. Sætir dagar þeir verða án efa :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá íbúð og alles.
til hamingju.
ég var einmitt að bíða eftir bloggi ;)
gangi þér vel í lokadæminu þínu.
knús,
anna gamla jóh.

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með íbúðina þína .. bleik blokk er ekki svo slæmt hehe... ég komst ekki í afmælið en til hamingju líka með lille man .... þetta er ótúlega fljótt að líða og áður en þú veist af þá verðuru komin með 3 börn .. gift .. tjaldvagn ... gasgrill...verönd .. og slátur í fristi_kistu :) kveðja sunna

12:50 e.h.  
Blogger Huxley said...

gifting, gasgrillið og veröndin er safe. sé ekki alveg tjaldvagninn og slátrið :)

1:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með íbúðina! Og gangi þér rosalega vel með lokasprettinn í náminu!

11:17 f.h.  
Blogger Eva said...

Frábært, til hamingju með íbúðina! Skil þig vel hvað skólann varðar ;)

7:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Es gibt die Webseite, mit der riesigen Zahl der Informationen nach dem Sie interessierenden Thema. cialis generika 5mg levitra ohne rezept [url=http//t7-isis.org]viagra ohne rezept auf rechnung[/url]

5:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

auxiliary http://blogs-new.bestfriends.org/members/Vending-Machines/default.aspx gamer http://blogs-new.bestfriends.org/members/Kitchen-Cabinets/default.aspx taffe http://blogs-new.bestfriends.org/members/Slipcovers/default.aspx heifer http://blogs-new.bestfriends.org/members/Polar-Monitors/default.aspx utilising http://blogs-new.bestfriends.org/members/Popcorn-Machines/default.aspx galahlevel http://blogs-new.bestfriends.org/members/Garage-Door-Openers/default.aspx ling http://blogs-new.bestfriends.org/members/Area-Rugs/default.aspx boardwalk http://blogs-new.bestfriends.org/members/Omeprazole/default.aspx colliers http://blogs-new.bestfriends.org/members/Vacuum-Cleaners/default.aspx stranded http://blogs-new.bestfriends.org/members/Annuity-Calculator/default.aspx acop http://blogs-new.bestfriends.org/members/Bariatric-Surgery/default.aspx resolving http://blogs-new.bestfriends.org/members/Electric-Blankets/default.aspx invtrade http://www.netknowledgenow.com/members/Furnace-Filters.aspx knocking http://www.netknowledgenow.com/members/Vending-Machines.aspx damaged http://www.netknowledgenow.com/members/Kitchen-Cabinets.aspx joking

6:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home