fimmtudagur, maí 08, 2008

Ritgerðin fór sem sagt á mánudaginn. Æ, maður á svosum alltaf að vera stoltur af sínum verkum og vinnu en mér var pínku orðið sama á endanum. Segi kannski ekki alveg sama, en svona tóm og átti erfitt með að horfa út fyrir kassann. En þessar 40 bls. fóru sína leið og þann dag ætlaði ég svo sannarlega að taka rispu og klára stórt verkefni sem á að skila á morgun. Það umm klikkaði og nú er næturvaktin aftur tekin við. En svo á morgun skila ég því og þá er ég frjáls!

Sat yfir samræmdu prófi í stærðfræði í dag og mikil ósköp vorkenndi ég sumum. Prófið kannski ekki í heildina alltof erfitt, en það voru kaflar sem voru bara svakalegir. Mikið voru þau fegin þegar að því lauk því þetta var síðasta prófið, skil svooo hvernig þeim líður!

En eftir morgundaginn þá byrja ég á fullu í íbúðinni og ó sú á eftir að vera fín! Djí lúí. Kannski náum við bara að flytja inn fyrir afmælið...hver veit?

2 Comments:

Blogger Eva said...

Til Lukku með skilin Laufey, það er sko enginn smá öfund hérna megin!!!

8:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fear of god
golden goose
curry 7
yeezy 500
jordan shoes
kd12
kobe
off white jordan
goyard bag
palm angels outlet

6:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home