laugardagur, maí 03, 2008

Það eru nú ekki ýkja margir klukkutímarnir eftir þangað til ég skila lokaverkefninu. Núna eru það bara vaktir, skrifa eða laga, senda á leiðbeinanda, fá tilbaka og svo koll af kolli. Reyndar bara einn koll ca. í viðbót og svo búið og þá hafa kollarnir verið 2. Þannig lagað. Þurfti óvænt að vinna í dag og allan mánudaginn þannig að tíminn er krappur.

Inn á milli sef ég smá, hugsa um beibíkeiks og ástmanninn. Kíkti á íbúðina áðan en í gær kom óvænt múrari og hann og B flotuðu gólfið-thank u very very! Ótrúlega fínt en ég hef ekkert getað farið þangað í marga daga...

Annars vil ég benda þér minn kæri ímyndaði lesmaður á þetta. Þetta er hann Halli að auglýsa íbúðina sína í NYC í sumar. Þar verðum við líka en ætluðum að leigja íbúðina í einn mánuð. Hinsvegar hafa þau plön breyst í kjölfar hallarkaupanna. Ferðin verður mun styttri.

Aftur að niðurstöðunum...

3 Comments:

Blogger Eva said...

Gangi þér rosa vel í endasprettinum!

2:43 f.h.  
Blogger Tryggvi Már said...

Er þetta þá það sem kalla mætti "kollhríð" lokaverkefnisins?

Gangi þér vel! Bið að heilsa mömmu þinni :)

12:03 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

jordan 12
off white jordan 1
jordans shoes
yeezy 700
stephen curry shoes
jordan 1
curry shoes
hermes birkin
yeezy boost 500
paul george shoes

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home