mánudagur, júní 23, 2008

Drengurinn hleypur á eftir gráa kisa með rauðan plasthamar og segir ahhhhh voða vænni röddu. Hvert er uppeldið að fara? Annars er afar fjörugt hjá okkur mæðginunum á daginn, alveg yndislegt að vera í fríi með honum og það svona lengi. Viðurkenni þó að á kvöldin er maður ansi undin pía ;) Litli gaur, sem er bara ekkert svo lítill, samkjaftar ekki og byrjar um leið og hann opnar augun á morgnana að þylja upp öll orðin sem hann kann plús nokkur sem hann býr til á staðnum. Endalaust fyndið og ég held að það sé ekki til betri leið að vakna en með honum!

Komin með prófskírteinið í hendurnar og nú er að sækja um leyfi frá landlæknisembættinu. Já pínku spes enda finnst mér að heilbrigðis-og félagsmálaráðuneytin megi sameinast. Örlítið verið að kasta ábyrgð og skyldum þarna á milli en í staðinn væri hægt að starfrækja betra batterý ef saman. Jájá...

Eftir viku og einn dag förum við til BNA og ekki laust við að nú sé spenningurinn að koma með bang. Einhvern veginn hefur verið svo mikið að gera hjá okkur síðan bara einhvern tíma, að NY ferðin hefur verið aftarlega í summer-activity röðinni. En núna er hún í rauninni bara næst á dagskrá. Erum ekki enn flutt inn en þetta feeeeer að koma. Meira um það síðar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home