fimmtudagur, júlí 17, 2008

Í dag geng ég um göturnar sem gift frú, en lít þó reyndar enn á mig sem bara stelpu. Já stelpan og strákurinn létu gefa sig saman í afar prívat og fallegri athöfn í litlum uppáhalds almenningsgarði í New York borg þann fjórða júlí. Þetta kom fólki að vitaskuld í opna skjöldu en þó vill fólk ekki meina að því hafi fylgt eitthvert svaðalegt sjokk. Þetta er víst eitthvað sem við gerum, förum okkar eigin leiðir.

Athöfnin var sem sagt mjög persónuleg og alveg eftir okkar höfði, framkvæmd ef svo má segja, af henni Mary sem er svona Civil Marriage Officiant. Við höfðum samband við hana og hún var fabjúlös! Hrafnkell var stór partur af þessu og svo ákváðum við að hafa einn ljósmyndara með í för. Allt var þetta svo innilega fullkomið og alveg eins og við vildum. Skáluðum svo í hvítvíni og borðuðum súkkulaði ís í hitanum. Um kvöldið var svo rosalega stór flugeldasýning, sennilega bara út af þessum merka atburð hahaha. Ferðin var unaðsleg!

5 Comments:

Blogger Eva said...

Þú ert sko alveg meiriháttar! Innilega til hamingju með giftinguna!

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá innilega til hamingju með þetta. Þetta er nú með því fallegra sem maður heyrt! Bjútífúl.
Spörning um kaffi fljótlega?

5:18 e.h.  
Blogger Huxley said...

Takk fyrir það, á líka alveg meiriháttar eiginmann líka hahah!

Kaffi, ekki spurning!

11:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með þetta Laufey!
kv. Gyða bekkjasystir....

12:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá en æðislegt.
gaman að þessu.
til hamingju skötuhjú.
knús,
anna jóh.

12:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home