miðvikudagur, júní 25, 2008

Fjöldauppsagnir, verkföll, bensínhækkanir, verðbólga, fasteignalækkun, kreppa, djamm og djúserí. Fólk hefði átt að hlægja meira þegar maður valdi sér ríkið sem vinnuveitanda. Held við séum safe á þessu heimili, B sér um lagnir landans, amman kennir listir, frændinn selur hjól þeim sem neita að una bensínhækkunum og þið vitið hvað ég og Hrafnkell gerum.

Ég verð aldrei ofurfjáð en ég mun alltaf hafa tíma með barni eherm kannski börnum og ég mun ávallt vera svo til örugg með atvinnu. Plús það að ég hef ánægju af því sem ég geri ;)

En af hverju, af hverju í óksöpunum fór ég að versla (bara smá reyndar) í Hagkaupum í gær? Á milli fólks gengur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að boycotta stóru bensínstöðvarnar. Já, það er spurning. En eitt veit ég og það er að flugumferðastjórar munu semja og það verður ekkert af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum. Ég bara veit það því við ERUM að fara til NYC eftir tæpa viku og erum við að það rifna úr spenningi! Öfund, anyone? Æ nei hún er svosum ekkert of holl ;)

2 Comments:

Blogger Helga said...

Hlakka til að sjá þig sæta!

Hvað hét aftur gistiheimilið sem þið verðið á? Mamma og systir mín ætla nebblega líka að skella sér til NYC!

Til hammó með geggjuðu einkunnirnar!

Knús,
Helgan

3:02 e.h.  
Blogger Huxley said...

Það heitir east village bed and coffee www.bedandcoffee.com

Já hlökkum til að koma! Mega spenna :)

10:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home