sunnudagur, ágúst 03, 2008

Það er nú bara þannig að við erum alveg næstum því að fara að flytja inn í ó svo fínu íbúðina okkar. Hver ein og einasta frístund fer í hana en þó höfum við leyft okkur að slappa aðeins af...en ekki mikið. Höfum líka fengið góða hjálp frá frábæru fólki.



En svo er komið að einu sem við þurfum að leysa en höfum trassað, tja viljandi. Málið er að hún litla Ögn okkar býr hérna með okkur hjá mömmu en þar sem hún er með tvo aðra ketti, getum við ekki skilið hana eftir. Mamma er nú ekki beint að elska það að hafa ketti enda hefur þeim bara verið komið fyrir án þess að hún hafi sérstaklega gefið leyfi fyrir þeim.



Allavega, það er of mikið mál að vera með kisa á þriðju hæð og til læknisins förum við ekki. Því bið ég ykkur öll (ef einhver) að kíkja í hjartaboxið ykkar og athuga hvort það sé ekki tæní möguleiki á því að þið mynduð vilja taka að ykkur eina litla agnarögn. Hún er án efa þroskahömluð þrátt fyrir að formleg greining hafi ekki farið fram. Vöxturinn stöðvaðist þegar hún var kettlingur (fæddist mikið fötluð) og augun eru í kross. Hún er með beyglaða rófu og án efa með sérstæðasta kattaútlit sem þekkist. Sætust og voða ljúf og við erum sannfærð um að henni líði ekki illa. Þvert á móti. Og við viljum að henni líði áfram vel. Æ mig verkjar í hjartað að hugsa um þetta. En svona er þetta...



Hugsið málið.

Hérna er mynd af henni og Gný sem býr i gömlu íbúðinni okkar í Bogahlíð.