föstudagur, janúar 02, 2009

Jæja...

2008 á enda og þegar ég hugsaði áðan (eftir að hafa lesið annan) um svona annála, þá hélt ég í fljótu bragði að þetta ár hefði nú barasta verið tja normal. En mig langar að telja upp, eða reyna enda er minnið slappt eftir ofát síðustu daga. Það er eins og heilinn eða minnishluti hans, þrútni eða leki út þegar ég ét of mikið...

Janúar: Fór aftur að vinna eftir gott en stundum erfitt barnseignaorlof. Fínt að komast aftur í rútínu en gasalega erfitt. Húsböndurinn tók þó við í feðralorlofi þannig að barnið var í bestu höndum. Byrjaði svo á B.A. ritgerðinni og öðrum kúrsum á mínu síðasta misseri í KHÍ.
Febrúar: Byrjaði í vettvangsnámi og hérna varð mikið að gera. Sólarhringarnir urðu sem einn og það eina sem ég gerði var að reyna. Reyna að jöggla vinnu, námi og fjölskyldu. Hérna var þó ballið rétt að byrja.
Mars: Unaðurinn varð eins árs! Hélt áfram að jöggla en svo duttum við (þá kærasti) vel á hausinn og ákváðum að fjárfesta í íbúð í Vesturbænum. Úff, hérna byrjaði MIKIL vinna og þá aðallega fyrir B en hann eyddi mestum tíma fyrir utan vinnu í að gera upp þennan draumastað. Þessi uppgerð varð reyndar meiri eða tímafrekari en við áttum von á.
Litli gaur fékk pláss hjá dagmömmu á meðan mamman jögglaði.
Apríl: Same ol same ol. Man varla eftir mér á neinum einum stað.
Maí: Þarna fór að styttast í lok skólagöngunnar minnar og ég kláraði vettvangsnámið. Stundaði því bara venjulegt nám og vann. Plön voru gerð og inn á milli í allri geðveikinni voru nokkrar skemmtilegar ákvarðanir teknar.
Júní: Útskrift, tja reyndar var 30 ára afmælið fyrst en svo fékk ég skírteinið. Fór reyndar ekki á útskriftina því ég er náttúrulega way too cool for school! Fór þess í stað á ættarmót sem var fjör.
Júlí: Litla fjölskyldan flaug saman til NYC og á þeim örlagaríka og raka degi 4ða júlí, vorum við B gefin saman í Tompkins square park í East Village. Enginn vissi af þessu og engin(n) nema sú sem gaf okkur saman, ljósmyndarinn og að sjálfsögðu gauri gaurs voru viðstödd! Skáluðum eftir þetta í hvítu og fengum okkur súkkulaðiís. Um kvöldið var ætlunin að sjá mega flugeldasýninguna við Hudson enda í göngufæri en við enduðum fyrir framan imbann. Tjúllað teiti hjá hússtýru gistiheimilisins en við ekki í nenninu. Ánægð mé félagsskap hvors annars I guess. Magnaður dagur! Og undirbúningur skemmtilegur :)
Ágúst: Vinnan og leikskólalífið hófst hjá frumbanum. Ég sem þroskaþjálfi og svo einnig sem nemi í ensku við HÍ. B, þá enn, sem plumbari og gaurmundur orðinn leikskólastrákur.
September: B breytti um vettvang og varð verkefnastjóri hjá ÍTR og við mæðgin áfram að gera það sama í rauninni. Fluttum inn í draumaíbúðina eftir langa, marga marga mánuða-renovation!
Október: Já nú fer þetta að verða þunnt, vorum eiginlega bara í spennufalli í október-svo sátt við að vera endanlega flutt hingað. Brjálað að gera hjá öllum í vinnu og skóla.
Nóvember: Eitt stórt spurningamerki? Allt við það sama I guess-ekkert merkilegt kannski...
Desember: Próf og almennt þannig ógó og ég tók ákvörðun um að vera bara að vinna næstu önn. Hvergi búin að vera 100% og komin tími til að slaka aðeins á. B skráði sig í fjarnám í HÍ þannig að það verður hvort eð er nóg að gera hjá okkur.
Fögnuðum jólum og áramótum eins og gengur og gerist nema í þetta sinn buðum við heim á gamlárs (tengdó) og fannst mér heppnast vel. Spurning um að hafa alla saman á næsta ári-get alveg eldað fyrir hópa :)

Gleðilegt ár!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jahá..... þetta var ágætis upprifjun og heilmikið og margt sem gerðist hjá ykkur á árinu - það er ekki hægt að segja annað :)
kv.
sdo

8:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðast ræðumanni. Til hamingju með giftinguna! Flott hjá ykkur :o)
Ég verð að segja að ég dáist að þér að hafa skráð þig í meira nám strax!!! Vá!!! Dugnaðarforkur ertu, ekki spurning.
kv. Gyðja

8:07 e.h.  
Blogger Huxley said...

Eherm...en ég er í pásu núna. Verð en það er erfitt og ég er ekki búin að skrá mig úr námskeiðunum hahah

10:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja LU - núna fer þetta ár bara líka að verða búið - hvar eru færslunarnar þínar? það er svo gaman að lesa þig :)

kv.
sdo

10:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home