laugardagur, október 18, 2008

Mér líður pínku eins og klaufa en það er önnur saga.

Hins vegar finnst mér þessi saga afar sorgleg (sem og allar slíkar sögur). Finnst alveg ferlegt að fara inn á mbl.is en geri það oft í þeirri veiku von um að þar sé eitthvað annað að finna en blessuðu kreppuna. Jú það er úr nógu að moða enda snýst ekki alheimurinn um litla klettinn í Atlantshafinu. En finnst ekki gaman að rekast á svona innskot.

Ætlaði (og var meira að segja byrjuð) að skrifa, mikið er maður heppin að upplifa ekki slíkt og að ofan. En svo fór ég að hugsa. Það er bara fullt af ljótu og það allt um kring.

Sumir sem maður þekkir eru týndir. T.d. og í gær hugsaði ég að kannski myndi ég aldrei sjá þá (sumir sko) manneskju aftur. Á eina svona manneskju sem ég er afar hrædd um að ég sjái aldrei aftur. Tja, á ekkert í henni en svona. Allt í einu varð þetta voða skýrt fyrir mér og það er ekkert út af mínum augljósa meyrleika heldur bara af því bara. Ég bara hugsa stundum voða mikið.
Mikið ofsalega gerist margt en samt ekki.