Ég elska Bernaise sósu og man þá daga með slefi í munni er við Ragga sulluðum slíka snilldar sósu í NYC hérna í den (hef afar sjaldan eftir það fengið mér svona). Þá keyptum við okkur iðulega hræódýra og sennilega klórhreinsaða (önnur saga) steikarbita og franskar af "Spænsku" og drekktum þessu öllu í sósunni góðu. Ég fékk því smjörþefinn af himnaríki og fann í raun svitalyktina af Lykla-Pétri er ég fann um daginn svindl uppskrift sem innihélt bragðið og bíðið, kjúkling. Ohhh, sæta heilaga María og allar smyrsldömurnar hennar! Þetta er einn sá allra einfaldasti og alveg tilvalinn þegar manni langar í eitthvað gott en er ekki alveg í allaleiðbernaise!
4 kjúklingabringur-ég sneiði þær eða elda bringurnar heilar
2-3 tsk Dijon sinnep
Estragon slumpa og algerlega eftir smell
2 tsk Bearnaise essence (ljúfa ljúfa)
1 stk kjúklingakraftsteningur
Hálf ferna matreiðslurjómi
Brúnar kjúllann og hendir hinu út í-lætur malla í ca. 15 mín og reddí! Hef haft þetta með hrísgrjónum og salati eða öðru grænmeti. Svo er sniðugt að sjóða tagliatelle og hafa með í stað grjóna. Þetta er rjómaréttur og því þungur í maga en samt svo unaðslegur að maður má, maður verður. Rétturinn er á mallinu as we speak og því rétta að klára dæmið-slurp slurp!
Ætla að gera þetta oftar, þ.e. henda inn uppskriftum. Ekkert rocket science né það allra nýjasta en mér finnst það gaman!
4 kjúklingabringur-ég sneiði þær eða elda bringurnar heilar
2-3 tsk Dijon sinnep
Estragon slumpa og algerlega eftir smell
2 tsk Bearnaise essence (ljúfa ljúfa)
1 stk kjúklingakraftsteningur
Hálf ferna matreiðslurjómi
Brúnar kjúllann og hendir hinu út í-lætur malla í ca. 15 mín og reddí! Hef haft þetta með hrísgrjónum og salati eða öðru grænmeti. Svo er sniðugt að sjóða tagliatelle og hafa með í stað grjóna. Þetta er rjómaréttur og því þungur í maga en samt svo unaðslegur að maður má, maður verður. Rétturinn er á mallinu as we speak og því rétta að klára dæmið-slurp slurp!
Ætla að gera þetta oftar, þ.e. henda inn uppskriftum. Ekkert rocket science né það allra nýjasta en mér finnst það gaman!
3 Comments:
Uhmm hljómar vel. :)
Btw....langt síðan ég hef kíkt hingað inn, en var með slóðina í favo og sá að þú værir nýbúin að skella inn færlsu á faceinu. :)
Alltaf gaman að fá góðar uppskriftir, er annars með fullt af uppskriftar síðum í favo....bara nenni aldrei að renna yfir allt....ef þig vantar linka og nennir þá get ég sent þá á þig........þú setur svo bara það besta hingað inn og ég elda það....hihi. :)
Hafið það sem best.
Kv.Karen og co.
Ohh hann er svo góður og þegar ég segi þungur þá er það ekki alveg rétt. Þungur jú út af rjómanum en ekki með eggjarauðurnar og smjörið sem fer í ekta bernaise sósu ;)
Try it!
Er með milljón uppskr.síður einmitt líka, haug af bókum og fleira-elska að gefa mér tíma til að elda ;)
djöfull líst mér vel á að fá uppskriftir frá þér, ó jeeeee :)
kv.
sdo
Skrifa ummæli
<< Home