laugardagur, janúar 16, 2010


Hriiiisssstingar eru svo heilissamlegir og hollir og verða aldrei hallærislegir :)

Ég á engan super blender og læt minn nægja í bili en það gerir morgunhristinginn minn ekkert minna spennandi en þeirra sem eiga svaðaleg eldhústól. Það var einmitt það sem ég hélt í svo langan tíma eða þangað til ég prófaði að skella í einn góðan.

Hérna eru mínar hugmyndir af einstaklega fyllandi morgunmat sem tekur skotstund og stendur alveg fyrir sínu!

ca. 240 ml af AB-létt mjólk
tsk eða svo af hörfræolíu
nokkur korn af vanilludufti
hálfur til einn banani og best er að hafa þá næstum frosna (bara svo lengi sem blandarinn ráði við hann)
2 msk af góðu haframjöli eða ca. einn skammtur

Þetta er allt sett í gang og bragðast vel!

Svo er hægt að setja ca. tsk af hreinu kakó út í eða kókosmjöl, allskonar ber og svo mál lengi telja. Aðallinn í þessu er haframjölið og olía því þetta er það sem heldur manni gangandi fram að jólum. Djók, hádegis :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home