Mér finnst sætar kartöflur ofboðslega góðar og það er reglulega vel útbreiddur misskilningur að það sé ekki hægt að gera eins mikið við þær eins og vinkonur hennar kartöflurnar. Ég rakst á góða og einfalda uppskrift af sæt-kartöfæu frönskum:
Ein stór sæt kartafla; skræld og skorin í "stangir" og lögð í bleyti í 30 mín í köldu vatni
1 msk ljós púðursykur
olía
1/2 tsk salt og sama af pipar
Dreifið út karftöflum á bökunarpappír og makið olíu á þær. Blandið saman sykri, pipar og salti og stráið yfir. Þetta svo sett inn í ofn á 220 í 15 mín, þá er þeim snúið við og aftur í ca. 10 mín.
Það að þær eru lagðar í bleyti gerir þær svona pínku stökkar og jömmí til átu!
Mega gott :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home